fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Árni stýrir Orku náttúrunnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 15:30

Árni Hrannar Haraldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orka náttúrunnar hefur ráðið Árna Hrannar Haraldsson í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf 1.maí næstkomandi. Árni Hrannar tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Berglindi Rán Ólafsdóttur sem var ráðin forstjóri ORF Líftækni í lok október á síðasta ári. Kemur þetta fram í  tilkynningu frá ON.

„Árni Hrannar hefur mikla alþjóðlega reynslu sem yfirmaður í markaðsleiðandi lyfjafyrirtækjum. Þá hefur hann yfirgripsmikla og fjölbreytta þekkingu á öllum sviðum virðiskeðjunnar hvort sem það eru innkaup, rekstur, framleiðsla eða stýring á flóknum aðfangakeðjuferlum sem dæmi. Þetta eru allt hlutir sem munu nýtast okkar fyrirtæki vel auk þess sem metnaður og sýn Árna Hrannars fer vel saman við þá vegferð sem Orka náttúrunnar er á,“ segir Helga Jónsdóttir stjórnarformaður ON.

Árni Hrannar býr yfir mikilli reynslu sem stjórnandi í íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjum síðustu tuttugu ár. Hann hefur búið í Sviss frá árinu 2011 og síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri og borið ábyrgð á aðfangakeðju MSPharma sem er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi víða um heim. Þá hefur Árni Hrannar einnig gegnt lykilhlutverkum hjá Xantis Pharma í Sviss, Actavis og 66° Norður.

„Ég hlakka til að leiða öfluga starfsemi Orku náttúrunnar og halda áfram uppbyggingu fyrirtækisins á Íslandi. Að vinna í góðum hópi fólks að ábyrgri nýtingu auðlinda Íslands samfélaginu til góða er að mínu mati mikil forréttindi,“ segir Árni Hrannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur