fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur telur augljóst að umdeilda glæran gæti talist hatursorðræða

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glærusýning kennara í Verzlunarskóla Íslands þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formann Miðflokksins, var stillt upp við hliðina á Adolf Hitler og Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherrum Þýskalands og Ítalíu, hefur vakið mikla athygli og reiði.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um málið.

„Þetta var nú svolítið óhugnanlegt en kom þó ekki algjörlega á óvart því maður hefur nú séð eitt og annað i þessum stjórnmálabransa. Það sem var sérstaklega óþægilegt við þetta var að þetta var úr kennslustund þar sem verið er að fræða ungmenni um lífið og tilveruna og stjórnmál. Þetta er auðvitað fólk sem eru framtíðar kjósendur og þátttakendur í stjórnmálum á ýmsan hátt svo það olli mér áhyggjum að sjá að þetta væri komið inn í kennslustund.“

Gæti vel flokkast sem hatursorðræða

Sigmundur segir að vel mætti flokka þetta undir hatursorðræðu

„Augljóslega mætti flokka þetta undir það, en ég er þó, verandi kannski svona eitt nýjasta fórnarlamb hatursorðræðu miðað við þetta, ég er alls ekki hrifinn af því sem forsætisráðherrann var að segja ykkur frá í gær um að senda alla opinbera starfsmenn og stjórnmálamenn á sérstök skyldunámskeið – innrætingarnámskeið því það sem gerist með þessa svokölluðu hatursorðræðu oft á tíðum, við höfum séð dæmi um það í öðrum löndum, er að þeir sem ráða okkur þeir fara mjög fljótt að skilgreina sjálfir hvað er hatursorðræða og hvað er það ekki og fara að útvíkka svo þessa skilgreiningu“

Þetta hafi meðal annars verið notað til að loka á umræðu um hvernig kórónuveiran hafi komið upp á sínum tíma og jafnvel notað af vogunarsjóðum til að loka á gagnrýni á þá

„Það finnst mér ekki rétt viðbrögð við svona löguðu að senda alla á einhver skyldunámskeið enda virtist forsætisráðherra ekki svarað því hvort þetta tiltekna dæmi væri hatursorðræða. Sagðist þurfa að fara á námskeið til þess. Það á ekki þurfa námskeið til að fólk geri sér grein fyrir hvað er viðeigandi til að mynda í kennslu“

Viðbrögð skólastjóra ekki nægilega afgerandi

Varðandi viðbrögð skólastjóra Verslunarskólans, Guðrúnar Ingu Sívertsen, telur Sigmundur að þau hafi mátt vera meira afgerandi.

„Mér fannst þau nú hafa mátt vera meira afgerandi. Þó ekki væri nema með hliðsjón af annars vegar heiðvirði þessarar stofnunnar, þessa skóla en einnig með hliðsjón af mikilvægi þess að svona lagað sé ekki látið viðgangast. Mér fannst að rektor hefði nú mátt stíga fastar til jarðar“

Sjá einnig:Segir glæruna hafa verið slitna úr samhengi – „Ég skil vel að Sigmundi hafi sárnað“

Ummæli Guðrúnar Ingu um að glæran hafi verið tekin úr samhengi standist ekki því samhengið komi fram á myndinni. Og samhengið sé óhugnanlegt.

„Já það er erfitt að finna nógu sterk lýsingarorð yfir þessi illmenni og fjöldamorðingja. Einhverja verstu menn mannkynssögunnar. En það er rétt að það er ekki gott ef að hlutum á borð við þjóðrækni, eða ættjarðarást er líkt við fjöldamorðingja. Og það er hluti af vandanum finnst mér..

Hún hafi þó haft samband og þau átt ágætt spjall.

„Hún hafði samband og við áttum ágætis spjall en já eins og ég nefndi áðan mér hefði þótt tilefni til að það yrðu sýnd meira afgerandi viðbrögð við þessu […] Mér hefði alveg þótt tilefni til að biðjast velvirðingar fyrir hönd skólans og að sá sem að fór fram með þessum hætti yrði áminntur og látinn vita formlega að þetta væri ekki í lagi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið