fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar mærir Sigmund og efast um skýringu skólastjóra á umdeildu myndinni – „Sigmundur hefur oft hitt naglann á höfuðið“

Eyjan
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem sýndi glæru úr kennslustund í Verzlunarskóla Íslands hefur vakið mikla athygli en þar mátti sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson settan í sama flokk og Adolf Hitler og Benito Mussolini. Flokkurinn var „merkir þjóðernissinnar“

Gagnrýndi Sigmundur þessa framsetningu á Facebook í gær en skólastjóri Verslunarskólans, Guðrún Inga Sívertsen, segir glæruna hafa verið tekna úr samhengi.

Sjá einnig: Segir glæruna hafa verið slitna úr samhengi – „Ég skil vel að Sigmundi hafi sárnað“

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir þó að ekki sé hægt að slíta myndina úr samhengi því hún tali sínu máli. Hann segir á Facebook:

„Rektor Verzlunarskólans er ekki beinlínis að slá í gegn. Það er ekki hægt að slíta myndina úr samhengi því hún talar sínu máli. En myndin lýsir hversu umræðan um þjóðerniskennd er á miklum villigötum.“ 

Brynjar þykist vita að stjórnmálafræðikennarinn í Verslunarskólanum líkt og „blaðabörn og vinstri menn almennt“ líti svo á að mennirnir á myndinni með Sigmundi hafi verið hægri menn,

„En þeir voru bara alræðissinnaðir sósíalistar og öfgafullir þjóðernishyggjumenn sem vildu ekki lúta Moskvuvaldinu. Öfgafulla þjóðernishyggju í lýðræðisríkjum nú um stundir er helst að finna í löndum Suður Ameríku þar sem sósíalistarnir stjórna.“ 

Það væri aumur þjóðkjörinn fulltrúi, að mati Brynjars, sem hafi ekki vott að þjóðerniskennd.

„Hæfileg þjóðerniskennd er stjórnmálamönnum nauðsynleg til að gera þjóð sinni eitthvert gagn. Sigmundur ber virðingu fyrir lýðræðinu og réttarríkinu og á því ekkert sameiginlegt með þessum mönnum á myndinni. hann hefur verið kosinn til að gæta hagsmuna sinnar þjóðar og hefur gert það vel. Hann er ekki hægri maður, hvað þá öfga hægrimaður. Hann er heldur ekki sósíalisti heldur fyrst og fremst skynsemishyggjumaður. Svo getum við alltaf deilt um hvað sé skynsamlegt á hverjum tíma. En Sigmundur hefur oft hitt naglann á höfuðið.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið