fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Minnst 400 handteknir eftir að stuðningsmenn Jair Bolsonaro réðust inn í brasilíska þinghúsið og fleiri byggingar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 05:29

Stuðningsmenn Bolsonaro við þinghúsið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrum Brasilíuforseta, réðust inn í þinghús landsins, forsetahöllina og húsnæði hæstaréttar í gær. Öryggisveitir eru sagðar hafa náð tökum á ástandinu og hafi hrakið múginn út úr byggingunum. Að minnsta kosti 400 hafa verið handteknir.

Bolsonaro tjáði sig um árásirnar á byggingarnar í færslu á Twitter og sagðist fordæma þær og vísað á bug ásökunum um að hann hefði hvatt til þeirra.

„Friðsöm mótmæli, eins og kveðið er á um í lögum, eru hluti af lýðræðinu. Það eru innrásir og gripdeildir í opinberum byggingum, eins og áttu sér stað í dag og eins og vinstri menn stóðu fyrir 2013 og 2017, ekki. Auk þess vísa ég á bug þeim ásökunum sem yfirmaður núverandi ríkisstjórnar Brasilíu hefur sett fram án nokkurra sannanna,“ skrifaði Bolsonaro.

Leiðtogar víða um heim hafa lýst yfir stuðningi við Luis Inacio Lula da Silva, núverandi forseta landsins, í yfirlýsingum sem þeir hafa sent frá sér. Charles Michel, forseti ESB, sagði árásirnar vera árás á „lýðræðislegar stofnanir“ í Brasilíu.

O Globo og CNN Brasil skýrðu frá því í gærkvöldi að öryggissveitir hefðu náð þinghúsinu, húsi hæstaréttar og forsetahöllinni aftur á sitt vald.

Lula, forseti, sagði að Bolsonaro hafi hvatt til árásanna því hann hafi haldið margar ræður þar sem hann hafi beinlínis hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á byggingarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu