fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Sigurður hjólar í Pírata, Viðreisn­ og Sam­fylk­ing­una – „Er þetta ekki ansi mik­ill tví­skinn­ung­ur?“

Eyjan
Föstudaginn 6. janúar 2023 13:45

Sigurður Jónsson - Mynd: Hringbraut/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­urður Jóns­son, fyrrverandi bæj­ar­stjóri í Garði, hjólar rækilega í Pírata, Viðreisn og Samfylkinguna í pistli sínum sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni: „Hræsni systurflokkanna.“

Það fyrsta sem Sigurður furðar sig á er að „hinir lýðræðissinnuðu þingmenn Pírata“ hafi haldið uppi málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir að útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra fengi afgreiðslu. Þingmenn Pírata höfnuðu því þó að hafa verið að stunda málþóf.

„Þetta gerði flokk­ur­inn sem er svo gagn­rýn­inn á aðra og það þrátt fyr­ir að vitað væri að frum­varp dóms­málaráðherra nyti stuðnings meiri­hluta þing­manna. Vænt­an­lega hefðu þó syst­ur­flokk­arn­ir Sam­fylk­ing­in og Viðreisn stutt Pírata í sinni vit­leysu,“ segir Sigurður í pistlinum.

Þá talar Sigurður um að þessir flokkar hafi haldið uppi mikilli gagnrýni á það að hælisleitendur sem ekki fái hæli hér á landi séu sendir til Grikklands. „Þar bíði þeirra ekk­ert annað en gat­an. Það sé öm­ur­legt. Vissu­lega slæmt ef satt er. Nú full­yrða marg­ir að svo sé ekki. Þetta fólk fái vernd og hús­næði í Grikklandi. Birg­ir Þór­ar­ins­son þingmaður fór til Grikk­lands að kynna sér mál­in. Hann full­yrðir að hæl­is­leit­end­ur fái hús­næði í Grikklandi og þjón­ustu,“ segir hann.

„Er þetta ekki ansi mik­ill tví­skinn­ung­ur?“

Það sem vekur athygli Sigurðar er að þeir stjórnmálaflokkar sem gagnrýna hvað mest það að fólk sé sent á götuna til Grikklands séu þeir sömu og eru í meirihlutanum í borgarstjórn.

„Fram hef­ur komið að nokk­ur hundruð Íslend­ing­ar hafa ekk­ert hús­næði til að búa í. Hvað bíður þessa fólks? Jú, ein­hverj­ir geta fengið húsa­skjól yfir blá­nótt­ina hjá borg­inni en út á göt­una skuluð þið fara klukk­an tíu um morg­un­inn og ekki koma inn fyrr en um kvöldið! Smá und­an­tekn­ing gerð yfir jól­in vegna mik­ils kulda. En hvað svo?

Hvers vegna finnst full­trú­um Pírata, Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar í lagi að hús­næðis­laus­ir Íslend­ing­ar séu sett­ir á göt­una? Er þetta ekki ansi mik­ill tví­skinn­ung­ur?“

Annað sem Sigurður gagnrýnir er það að meirihlutanum í Reykjavík datt í hug að leggja niður þjónustu fyrir fólk með geðraskanir. Líklega er Sigurður að tala um úrræðið Vin en í desember fullyrti Reykjavíkurborg þó í tilkynningu að lífs­gæði þess hóps sem sækir Vin verði ekki skert.

Engu að síður segir Sigurður að um „furðulega forgangsröðun sé að ræða hjá flokkum „sem kenna sig við fé­lags­lega um­hyggju viðhafa.“

„Furðuleg skila­boð til fjöl­skyldna“

Undir lokin hjólar Sigurður svo í nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur. „Nýr formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar boðar að sér­stak­lega skuli gætt að því að hugsa um fjár­hags­lega hags­muni fjöl­skyldu­fólks. Fal­leg hugs­un. En er það reynd­in þar sem Sam­fylk­ing­in fer með stjórn mála?“ spyr hann og gerir svo tilraun til að svara spurningunni sjálfur.

Sigurður bendir á að fasteignamat hefur hækkað mikið á íbúðarhúsnæði á flestum stöðum landsins. „Flest hinna stóru sveit­ar­fé­laga ákváðu að lækka álagn­ingar­pró­sentu til að láta ekki all­an þung­ann bitna á fjöl­skyldu­fólki. Eitt sveit­ar­fé­lag sker sig þó úr,“ segir hann.

„Það er Reykja­vík. Þar hækk­ar fast­eigna­skatt­ur um 20%. Eng­in lækk­un á álagn­ingar­pró­sentu kem­ur til greina. Þetta eru furðuleg skila­boð til fjöl­skyldna og ekki í neinu sam­ræmi við það sem Sam­fylk­ing­in boðar. Og auðvitað samþykkja Viðreisn og Pírat­ar. Að sjálf­sögðu bless­ar svo Ein­ar og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn allt sam­an þótt hann hafi sagst vilja breyt­ing­ar.“

Sigurður segir að þrátt fyrir að Kristrún boði nýjar áherslur með betri tíð fyrir fjölskyldufólk þá sýni reynslan annað. „Sam­an­ber það sem að ofan er ritað,“ segir hann.

„Til viðbót­ar á svo sam­fylk­ing­ar­fólk að hætta að hugsa um það sem aðkallandi vanda­mál að fá nýja stjórn­ar­skrá eða að tala um að ganga í ESB. Til að und­ir­strika þetta og stimpla ræki­lega fær flokk­ur­inn nýtt nafn og nýtt merki. Það verður for­vitni­legt að vita hvort nýj­um for­manni tekst að breyta hugs­un gam­al­reyndra þing­manna eins og Loga, Odd­nýj­ar og Helgu Völu, sem vart hafa getað talað um annað en nýja stjórn­ar­skrá og ESB.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vatnsævintýrið fór í sama vask og bruggið – 212 milljón króna gjaldþrot

Vatnsævintýrið fór í sama vask og bruggið – 212 milljón króna gjaldþrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu