Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent gerði og Fréttablaðið skýrir frá í dag. Fram kemur að 12% landsmanna safni nú skuldum eða þurfi að ganga á sparifé sitt til að ná endum saman. Þetta er tveggja prósentustiga hækkun síðan í ágúst.
24% segjast ná endum saman með naumindum og er það sama hlutfall og í ágúst. Þetta þýðir að 36% heimila eiga erfitt með að ná endum saman.
Í könnuninni í ágúst sögðust 16% geta lagt töluvert fyrir um hver mánaðamót en nú er hlutfallið 13%.
51% sagðist eiga svolítinn afgang og er það tveggja prósentustiga hækkun síðan í ágúst.