Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hálfsjötugur tæknifræðingur, sem hefur greitt í séreignasjóð frá níunda áratugnum, segi að nýju lögin muni skerða áætlaðar tekjur hans um 15 til 20 milljónir á 15 árum. Frádráttur frá almannatryggingum muni éta upp lífeyri sem hann hefði annars fengið frá Tryggingastofnun.
Hann segist hafa íhugað að segja upp vinnu sinni og fara á eftirlaun strax og bendir á að fleiri sérfræðingar, til dæmis læknar, hafi stofnað til séreignar með sama hætti og hann. Hann sagðist ætla að taka séreignarsparnað sinn út þótt það kosti hann milljónir króna í hátekjuskatt.
Með lögunum verðu lögfest að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóð verður að minnsta kosti 15,5% af iðgjaldastofni en það er 12% nú.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.