fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Hægt gengur að stytta biðlista á Landspítalanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst lengdust biðlistar á Landspítalanum mikið. Hægt gengur að vinda ofan af þeim.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og ræðir við Ragnar Hilmarsson, grunnskólakennara, sem sér ekki fyrir endann á bið eftir hnéaðgerð. Læknir sagði honum í febrúar 2021 að biðin gæti orðið ár en hún ætti þó að verða styttri. Eftir ár hafi verið sagt að ekki gæti orðið af aðgerðinni fyrr en í sumar eða haust. Nú sé sagt að það gerist ekki fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Hann sagðist hafa fengið þær skýringar að skortur sé á starfsfólki á Landspítalanum.

Hann er kvalinn og þarf stundum að nota spelkur. Hann segist undrast að ríkið vilji ekki greiða fyrir aðgerðir sem þessar hjá Klíníkinni í Reykjavík en þær kosta um 1,2 milljónir. Hins vegar eigi fólk rétt á að fara í aðgerðir erlendis á kostnað Sjúkratrygginga ef það kemst ekki í þær innan þriggja mánaða. Sé kostnaðurinn við þær miklu hærri en hjá Klíníkinni.

Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, sagði að nær allir biðlistar hafi lengst í heimsfaraldrinum og ekki hafi gengið nægilega vel að stytta þá. „Þegar verið er að vinna biðlistana niður ræður bráðleiki för. Þá hefur lífsógnandi ástand meiri forgang enn annað,” sagði hann.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK