fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Hvað var í gangi? Joe Biden kallaði á látna konu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 16:30

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa lengi verið vangaveltur um minni Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og hvort hann glími jafnvel við elliglöp en hann verður áttræður í nóvember. Umræðan um þessi mál hefur verið töluverð eftir að Biden kom fram á ráðstefnu í Hvíta húsinu á miðvikudaginn þar sem umræðuefnið var hungursneyð. Úr ræðustól kallaði Biden á Jackie Walorski sem lést í bílslysi í ágúst.

Walorski var þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi en hún lést í umferðarslysi í byrjun ágúst.

Á ráðstefnunni kallaði Biden ítrekað á Walorski og svipaðist um eftir henni meðal ráðstefnugesta, en eins og gefur að skilja án árangurs. Það var ekki annað að sjá og heyra en að hann væri sannfærður um að hún ætti að vera á staðnum.

Þegar Walorski lést sendi Hvíta húsið frá sér fréttatilkynningu fyrir hönd Bidenhjónanna þar sem þau sögðu að þeim væri „brugðið“ og væru „döpur“ yfir fréttunum um andlát Walorski.

En þessu virtist Biden hafa gleymt á miðvikudaginn.

Karine Jean-Pierre, fréttafulltrúi Hvíta hússins, sagði að með þessu hafi Biden verið að „hrósa frábæru starfi Walorski“.

Repúblikanar voru fljótir að taka við sér eftir atvikið og hafa rætt það fram og aftur og hafa sumir sagt þetta vera „hræðileg og skammarleg mistök“ hjá forsetanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar