fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 05:06

Giorgia Meloni, forsetMynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giorgia Meloni, leiðtogi flokksins Bræðralags Ítalíu, lýsti í nótt yfir sigri í þingkosningunum sem fóru fram í gær. Niðurstaðan þýðir að nú verður væntanlega mynduð miðhægristjórn undir forystu Meloni. Bræðralag Ítalíu er hægriflokkur, að margra mati ekkert annað en öfgahægriflokkur, fasistaflokkur.

Meloni lýsti yfir sigri í nótt að sögn Reuters. Hún sagðist einnig ekki hafa í hyggju að bregðast trausti Ítala. Ef af ríkisstjórnarmyndun verði  muni ríkisstjórnin vinna fyrir alla Ítali og hafa að markmiði að sameina þjóðina og leggja áherslu á það sem sameinar hana frekar en það sem sundrar henni.

Flokkur Meloni verður stærsti flokkurinn í væntanlegri ríkisstjórn og Meloni þykir því langlíklegust til að verða forsætisráðherra.

Lýðræðisflokkurinn, sem er jafnaðarmannaflokkur, hefur viðurkennt ósigur í kosningunum og verður nú stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Debora Serracchiani, varaformaður flokksins, sagði að úrslitin séu dapurleg fyrir Ítalíu. „Hægrivængurinn er með meirihluta á þingi en ekki í landinu,“ sagði hún.

Síðustu tölur sýna að bandalag hægriflokka fær um 43% atkvæða og mun ná að tryggja sér meirihluta á þingi.  Bræðralag Ítalíu fær 22,5 til 26,5% atkvæða ef miða má við útgönguspár og verður því stærsti flokkurinn. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 4% atkvæða.

Útgönguspár sýna að vinstriflokkarnir fá 25,5 til 29,5% atkvæða. Af þeim fær Lýðræðisflokkurinn um 19% atkvæða.

Meloni hefur háð kosningabaráttu sína undir slagorðinu „Guð, land og fjölskyldan“. Ef henni tekst að mynda ríkisstjórn þá verður það fyrsta hægriríkisstjórn landsins síðan stjórn Benito Mussolini var við völd á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi