fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

„Þú ert að klúðra þessu“ – Melania gagnrýndi eiginmanninn harðlega

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 14:40

Melania og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers hafði áhyggjur af að Donald Trump, þáverandi forseti, myndi fyrirskipa árás á Íran þegar forsetatíð hans var enda kominn. Yfirmaður leyniþjónustunnar vildi gjarnan vita hvað Rússar vissu um Trump. Milljarðamæringur, vinur Trump, sannfærði hann um að reyna að kaupa Grænland. Nokkrir ráðgjafar hans íhuguðu að segja upp samtímis.

Meira að segja eiginkonu hans, Melania, var brugðið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og var sannfærð um að Trump væri að klúðra viðbrögðunum við faraldrinum.

Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Peter Baker fréttamann New York Times í Hvíta húsinu og Susan Glasser, stjórnmálaskýranda hjá CNN. Bókin heitir „The Divider: Trump in the White House, 2017-2021“.

Melania er sögð hafa hringt í Chris Christie, fyrrum ríkisstjóra í New Jersey, og beðið hann um að hjálpa sér að sannfæra eiginmann sinn um að taka heimsfaraldurinn meira alvarlega. „Þú ert að klúðra þessu,“ sagðist hún hafa sagt við hann að sögn bókarhöfunda. „Þetta er alvarlegt. Þetta verður mjög slæmt og þú verður að taka þessu mun alvarlegar en þú gerir,“ sagði hún einnig. Hún sagði hann hafa svarað að hún hefði alltof miklar áhyggjur og sagði henni að gleyma þessu. CNN skýrir frá þessu.

í bókinni kemur fram að margar af þeim áhyggjum sem margir höfðu um hugsanleg embættisverk Trump hafi verið nær raunveruleikanum en fólk grunaði. Margir starfsmenn hans hafi óttast að miklar hörmungar myndu verða vegna ákvarðana hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð