Meira að segja eiginkonu hans, Melania, var brugðið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og var sannfærð um að Trump væri að klúðra viðbrögðunum við faraldrinum.
Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Peter Baker fréttamann New York Times í Hvíta húsinu og Susan Glasser, stjórnmálaskýranda hjá CNN. Bókin heitir „The Divider: Trump in the White House, 2017-2021“.
Melania er sögð hafa hringt í Chris Christie, fyrrum ríkisstjóra í New Jersey, og beðið hann um að hjálpa sér að sannfæra eiginmann sinn um að taka heimsfaraldurinn meira alvarlega. „Þú ert að klúðra þessu,“ sagðist hún hafa sagt við hann að sögn bókarhöfunda. „Þetta er alvarlegt. Þetta verður mjög slæmt og þú verður að taka þessu mun alvarlegar en þú gerir,“ sagði hún einnig. Hún sagði hann hafa svarað að hún hefði alltof miklar áhyggjur og sagði henni að gleyma þessu. CNN skýrir frá þessu.
í bókinni kemur fram að margar af þeim áhyggjum sem margir höfðu um hugsanleg embættisverk Trump hafi verið nær raunveruleikanum en fólk grunaði. Margir starfsmenn hans hafi óttast að miklar hörmungar myndu verða vegna ákvarðana hans.