Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um stöðu heilbrigðiskerfisins í samtali við Fréttblaðið.
Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að ríkið eigi að einbeita sér að rekstri Landspítalans og leyfa einkaaðilum að starfa við hlið hans. Sagði hann að vel sé hægt að koma meiri einkarekstri að í heilbrigðismálum.
Svandís sagði mikilvægt að stefnumörkun sé fylgt. „Fjöldi samninga er gerður við veitendur heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög um Sjúkratryggingar Íslands. Mikilvægt er að sú þjónusta sé í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum og fjárlög á hverjum tíma,“ sagði hún.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að áherslumunur sé á milli flokkanna í þessum málum en þó séu þeir sammála um að efla samvinnu aðila óháð rekstrarformi. „Það þarf að nýta alla krafta, þekkingu og færni. Það kallar á aukna samvinnu og það gerist með samningum við þjónustuveitendur, óháð rekstrarformi. Samhliða því þarf að styrkja og efla sjúkrahúsin og heilbrigðisstofnanir um allt land,“ sagði hann.