fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Forstjóri Iceland harmar að ekki hafi náðst sátt við íslensk stjórnvöld

Eyjan
Þriðjudaginn 13. september 2022 11:20

Richard Walker, forstjóri Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Walker, forstjóri breska verslunarrisans Iceland segir að fyrirtækið muni verja vörumerkið og hugverk sitt með „kjafti og klóm“ í deilunni við íslensk stjórnvöld en harmar að ekki hafi tekist að ná sáttum í málinu. Munnlegur málflutningur  í máli íslenskra stjórnvalda gegn bresku verslunarkeðjunni vegna vörumerkjaskráningar verslunarkeðjunnar fór fram fyrir framan fjölskipaða áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu á Alicante þann 9. september síðastliðinn. Málið þykir vera afar mikilvægt og er talið að það verði fordæmisgildandi í öðrum sambærilegum málum.

Í einföldu máli snýst deilan um hvort að fyrirtækinu hafi verið heimilt að slá eign sinni á nafn fullvalda ríki, það er að segja enska orðið Iceland. Um áralanga deilu er að ræða en Iceland fékk vörumerki sitt skráð árið 2014 en íslensk stjórnvöld fengu skráninguna fellda úr gildi árið 2019. Breski risinn áfrýjaði niðurstöðunni sem nú er verið að taka fyrir.

Engar skorður á íslenskar vörur

Verslunarkeðjan var stofnuð árið 1970 og hefur reynt að fá einkaleyfi á Iceland-nafninu síðan árið 2002. Það fékkst í gegn árið 2014 en fimm árum seinna var það fellt úr gildi í kjölfar úrskurðar Hugverkastofu Evrópusambandsins.

Á vef Stjórnarráðs Íslands var fjallað um málið á dögunum en þar var greint frá því að fyrirtækið hafi skráð vörumerkið í fjölda annarra landa og hafi beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu á vörum sínum og þjónustu. „Til að mynda hefur verslunarkeðjan sett sig upp á móti skráningu íslenskra vörumerkja á borð við INSPIRED BY ICELAND og ICELANDIC,“ segir í umfjöllun á vef stjórnvalda.

Það er þó greinilegt að það er sáttahugur í forstjóra breska fyrirtækisins og hann virðist ekki kannast ekki við að fyrirtækið sé að hamla markaðssetningu á íslenskum vörum. Þetta kemur fram í viðtali við Walker í fréttamiðlinum Grocery Gazette.

„Við vonuðum af öllu hjarta að við næðum að koma í veg fyrir að málið yrði tekið fyrir í síðustu viku og að við myndum ná sáttum í málinu,“ segir Walker. Hann fullyrðir að  þrátt fyrir að Iceland-keðjan berjist fyrir sínum hagsmunum  þá muni það ekki á neinn hátt setja skorður á upprunamerkingar íslenskra vara.

„Þetta er fjölskyldu fyrirtækið sem við rekum og móðir mín, Lafði Walker, bjó til nafnið Iceland Foods. Með þetta nafn höfum við stundað verslun í Bretlandi síðan 1970 og nú er þetta eitt þekktasta vörumerki landsins,“ segir Walker og bendir á að Iceland-verslanirnar sé víða að finna í Evrópu, þar með talið á Íslandi. Hann segir að fyrirtækið sé stolt af arfleið sinni, að sjá viðskiptavinum fyrir ódýrri matvöru sem aldrei hafi verið mikilvægara en nú þegar vöruverð um allan heim er að hækka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð