fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Bandaríkjaþing samþykkti aðild Finna og Svía að NATO

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 07:06

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi umsóknir Finna og Svía um aðild að NATO. 95 þingmenn af 100 studdu tillögu um aðild ríkjanna en 1 þingmaður var á móti.

Finnar og Svíar sóttu nýlega um aðild að NATO og í júlí skrifuðu öll aðildarríki bandalagsins undir nauðsynleg skjöl sem veita ríkjunum aðild að bandalaginu. En þar með er ferlinu ekki lokið því nú þurfa þing allra aðildarríkjanna að samþykkja aðild Finna og Svía. Nú hafa Bandaríkjamenn sem sagt lokið því ferli.

Finnar og Svíar ákváðu að sækja um aðild í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ríkin lentu þó á ákveðnum vegg þar sem Tyrkir eru. Þeir settu fram ákveðnar kröfur, aðallega á hendur Svíum, um er varða samvinnu við samtök Kúrda en Tyrkir líta á flest samtök Kúrda sem hryðjuverkasamtök. Samningar náðust síðan á milli Finnlands, Svíþjóðar og Tyrklands um málið.

Í kjölfarið hafa Finnar og Svíar fengið aðgang að fundum NATO og aðgang að leynilegum upplýsingum sem bandalagið býr yfir og aflar. En ríkin njóta ekki verndar samkvæmt fimmtu grein Washington-samningsins sem kveður á um að árás á eitt NATO-ríki sé árás á þau öll. Sú vernd tekur gildi þegar þing allra aðildarríkjanna hafa samþykkt aðild Finna og Svía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“