fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Yfirgefur Repúblikanaflokkinn og gengur til liðs við Demókrata – Segir Repúblikana ógna „tilvist mannkyns“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 09:00

Kevin Priola afhenti Lois Court gjöf þegar hún hætti á þingi Colorado. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Priola, þingmaður Repúblikanaflokksins á þingi Colorado í Bandaríkjunum hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Demókrataflokkinn. Í bréfi, þar sem hann skýrir ákvörðun sína, segir hann Repúblikanaflokkinn vera ógn við umhverfið og tilvist mannkyns sem og við lýðræðið.

The Guardian skýrir frá þessu. Í bréfinu segir hann að árásir Repúblikana á lýðræðið séu ekki eina „tilvistarógnin“ sem stafi af flokknum. „Áhyggjur mínar af plánetunni okkar og loftslagsbreytingunum, sem við stöndum frammi fyrir, hafa aukist mikið,“ segir hann í bréfinu sem hann birti á samfélagsmiðlum á mánudaginn.

„Repúblikanaflokkurinn, sem ég gekk til liðs við fyrir mörgum áratugum, bjó til þjóðgarða, varðveitti alríkisland og verndaði villt líf. Nixon forseti skrifaði undir lögin um stofnun umhverfisverndarstofnunarinnar. Í dag myndu félagar mínir í Repúblikanaflokknum frekar afneita því að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum en grípa til aðgerða,“ segir hann einnig.

Hann segir að tilraunir Repúblikana til að koma í veg fyrir „skynsamlegar aðgerðir í loftslagsmálum“ þýði að hann geti ekki lengur setið þegjandi hjá.

Hann var kjörinn á þing 2020 til fimm ára. Colorado var eitt sinn eitt af höfuðvígum Repúblikana en hefur færst til vinstri á síðustu árum og áður en Priola gekk til liðs við Demókrata voru þeir í meirihluta í öldungadeild þingsins, 20 á móti 15 Repúblikönum.

Hann gagnrýnir einnig stefnu Repúblikanaflokksins undir forystu Donald Trump og segist hafa beðið eftir að flokkurinn myndi loksins fjarlægast Trump í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Washington DC á síðasta ári.

Hann hrósar „hugrökkum og heiðarlegum“ Repúblikönum sem gagnrýndu Trump eftir árásina og nefnir þar á meðal Mitt Romney og Liz Cheney.

„Ég get ekki haldið áfram að vera í stjórnmálaflokki sem segir það í lagi að reyna að snúa úrslitum frjálsra og réttmætra kosninga við með ofbeldi og reynir enn að halda því fram að kosningasvik hafi átt sér stað 2020,“ segir hann einnig.

Í lokinni segir hann síðan: „Við þurfum að hafa Demókrata við stjórnvölinn því framtíð plánetunnar og lýðræðisins veltur á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK