fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Sniðganga Trump á gamla heimavellinum hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 09:00

Trump í símaviðtali á Fox News þegar allt lék í lyndi. Mynd:Fox News/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færist sífellt í vöxt að Fox News, hinn gamli heimavöllur Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, sniðgangi hann og aðrir Repúblikanar fá þá athygli sem Trump fékk áður.

Sjónvarpsstöðin var áður heimavöllur Trump en nú hefur hún ekki tekið viðtal við hann í rúmlega 100 daga. New York Times skýrir frá þessu. Blaðið segir að nú fái aðrir Repúblikanar þá athygli sem Trump fékk áður.

Það er Rupert Murdoch sem á Fox News. Sjónvarpsstöðin heldur málstað íhaldsmanna mjög á lofti og var yfirleitt sá miðill sem Trump vildi helst ræða við þegar hann var forseti.

Sjónvarpsstöðin gerði honum hátt undir höfði í kosningabaráttunni þegar hann barðist við Hillary Clinton um forsetaembættið 2016.

En nú virðist Fox News, eins og margir aðrir bandarískir fjölmiðlar, í sífellt meiri mæli sniðganga Trump sem hefur kvartað yfir Fox News og segir að stöðin hafi sagt „alltof neikvæðar“ fréttir um hann.

En að stöðin sniðgangi hann er enn meiri móðgun að mati Trump. Þetta hefur New York Times eftir tveimur heimildarmönnum sem standa honum nærri.

Dæmi um breytta umfjöllun Fox News um Trump mátti sjá í tengslum við umfjöllun um kosningafund í Arizona nýlega. Þar gaf Trump í skyn að hann muni bjóða sig fram til forseta 2024. Fox News sýndi ekki frá kosningafundinum og raunar hefur stöðin gert lítið af því á þessu ári. Í staðinn sýndi stöðin viðtal við Ron DeSantis, ríkisstjóra, sem mun hugsanlega berjast við Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins.

Þegar Trump flutti ræðu á fundi íhaldssamtaka í Washington D.C. í síðustu viku sýndi Fox News ekki beint frá fundinum. Í staðinn sýndi stöðin nokkra búta úr ræðu hans að henni lokinni. En fyrr um daginn sendi stöðin beint í 17 mínútur frá ræðu Mike Pence, sem var varaforseti Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”