Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið skýrði frá því í síðustu viku að ábyrgðar- og kaskótrygging sé um fimm sinnum dýrari hér á landi en í Svíþjóð og Bretlandi.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi í hyggju að láta gera allsherjarúttekt á tryggingamálum. Lagaumhverfið hér á landi og annars staðar verði meðal annars borið saman og kannað hvort verðmunurinn skýrist af því að íslensk lög setji þyngri byrðar á tryggingafélög vegna bóta en raunin er í öðrum löndum.