fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Sólveig Anna urðar yfir Drífu eftir afsögnina – „Samdi í skjóli nætur við ríkisstjórnina“

Eyjan
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það hafi verið tímabært að Drífa Snædal segði af sér sem forseti ASÍ. Hún hefði hins vegar mátt sleppa því að hnýta í afsögnina „ómálefnalega“ gagnrýni á Sólveigu og stjórn Eflingar. Sólveig ritar um þetta á Facebook.

Sá sitt pólitíska stundaglas tæmast

„Það er leitt að Drífa Snædal hafi notað tækifærið, um leið og hún tilkynnti tímabæra afsögn sína, til að hnýta með ómálefnalegum hætti í mig og stjórn Eflingar. Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur ekkert með innri mál Eflingar að gera, þó svo að Drífa hafi ákveðið að blanda sér í þau, hugsanlega vegna þess að hún hélt að það yrði sér til framdráttar þegar hún sá sitt pólitíska stundaglas tæmast.“

Fólkið í blokkinni

Drífa hafi í afsögn sinni vikið að blokkamyndun innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi gert að verkum að Drífa treysti sér ekki lengur til að vinna innan hreyfingarinnar.  Sólveig segir að það hafi veirð Drífa sjálf sem hafi kosið að loka sig inni í blokk með nánasta samstarfsfólki forvera hennar í starfi.  Drífa hafi heldur aldrei stutt við það umbreytingarverkefni sem Sólveig sjálf, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hafi leitt áfram.

„Drífa talar um blokkamyndun. Staðreyndin er sú að Drífa kaus sjálf að loka sig inni í blokk með nánasta samstarfsfólki forvera síns, Gylfa Arnbjörnssonar, og þeirri stétt sérfræðinga og efri millistéttarfólks sem ræður ríkjum í stofnunum ríkisvaldsins á Íslandi og einnig á skrifstofum Alþýðusambandsins. Uppruni, bakland og stuðningshópar Drífu voru í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar, hjá fólki eins og Halldóru Sveinsdóttur formanni Bárunnar. Drífa gat aldrei stutt við það umbreytingaverkefni og endurnýjun sem ég, Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson höfum leitt með stuðningi mikils fjölda félagsfólks í okkar félögum um land allt. Það er staðreynd.“

Vildi ekki taka slaginn

Sólveig segir það heldur ekki rétt að Drífa hafi ekki veigrað sér við að taka slaginn gagnvart stjórnvöldum, líkt og Drífa hélt fram í afsögn sinni. Fjöldi dæma sýni að Drífa hafi viljað semja við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins um að hafa af verka- og láglaunafólki umsamdar launahækkanir í faraldri COVID-19.

„Og það hefði orðið raunin ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Eflingar. Drífa vildi heldur ekki „taka slaginn“ þegar Icelandair braut lög um stéttarfélög og vinnudeilur til að nauðbeygja flugfreyjur í miðri kjaradeilu – hún stöðvaði málssókn fyrir Félagsdómi og undirritaði þess í stað skammarlega hvítþvottaryfirlýsingu. Drífa tók heldur ekki slaginn um viðurlög gegn launaþjófnaði, heldur reyndi í tvígang að bera á borð fyrir aðildarfélög ASÍ handónýta lagasetningu þar sem staða fórnarlamba launaþjófnaðar hefði orðið verri en hún er nú.“

Samdi í skjóli nætur við ríkisstjórnina

Sólveig segir Drífu tala um baráttuanda og um að hún njóti stuðnings. Staðreyndin sé þó sú að Drífa hafi í skjóli nætur samið við ríkisstjórnina vorið 2019 um að neyða vinnandi fólk á Íslandi inn í nýja útgáfu af Salek-samkomulaginu, þó svo þeirri hugmyndafræði hafi ítrekað verið hafnað af íslenskum verkalýð.

„Hún talar um baráttuanda og að hún njóti stuðnings. En staðreyndin er að Drífa samdi í skjóli nætur við ríkisstjórnina vorið 2019 um að neyða vinnandi fólks inn í nýja útgáfu af Salek-samkomulaginu, sem hét núna Grænbók. Einu gilti þótt að verkafólk á Íslandi hafi margítrekað hafnað Salek-hugmyndafræðinni. Ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Eflingarfélaga og breytingaaflanna innan verkalýðshreyfingarinnar hefði Grænbókarvinnnan haldið áfram, og við værum grafin enn dýpra en við erum nú þegar í fen sérfræðingaveldis Þjóðhagsráðs – en það var einmitt síðasta verk Drífu í fréttum í gær að taka upp hanskann fyrir Þjóðhagsráð.“

Sólveig lýkur svo máli sínu:

„Vinnubrögð Drífu voru lokuð, andlýðræðisleg og vöktu iðulega undrun og gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar. Í málefnum vinnumarkaðarins voru nánustu félagar Drífu formenn BSRB og BHM. Hún hafði ekki áhuga á að hlusta á raddir forystu stærstu félaganna innan vébanda ASÍ.

Alþýðusambandinu undir stjórn Drífu Snædal mistókst með öllu að laga áherslur og starf sambandsins að þeim miklu breytingum sem urðu í stærstu aðildarfélögum sambandsins á árunum 2017-2018 og standa ennþá yfir. Leiðtogar eiga að hlusta á vilja þeirra sem þeir eiga umboð sitt undir. Það hefði Drífa Snædal getað gert á fyrri stigum en kaus að gera ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur