fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

NATO vill uppbyggingu á Langanesi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 09:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atlantshafsbandalagið, NATO, hefur farið fram á heimild til að reisa viðlegukant á Langanesi og hefur Landhelgisgæslan hug á að nýta þá aðstöðu ef af verður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að utanríkisráðuneytið hafi óskað eftir að langur viðlegukantur verði reistur norðan megin í Finnafirði í Langanesbyggð. Hann er ætlaður fyrir NATO. Yrði kanturinn við bæinn Gunnólfsvík.

Tilgangurinn með auknum umsvifum er að hægt verði að birgja skip frá NATO upp þarna og hvíla áhafnir. Til greina kemur að aðstaða verði fyrir birgðaskip frá NATO. Einnig hefur verið rætt um að Landhelgisgæslan fái aðstöðu.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að engin skrifleg gögn séu til um þessar þreifingar en sveitarstjórn Langanesbyggðar hafi borist óformlegt erindi vegna málsins. Björn S. Lárusson, nýráðinn sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagðist ekki geta tjáð sig um málið og engin svör fengust frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar