Segist blaðið hafa heimildir fyrir þessu. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, vildi ekki tjá sig um samningaviðræður við ríkissjóð um kaup á norðurhúsinu.
Utanríkisráðuneytið átti að flytja starfsemi sína að stærstum hluta í húsið og hugsanlega annað minna ráðuneyti.
Það eru forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið sem fara með málið fyrir hönd ríkissjóðs og eru ráðuneytin ekki sögð sammála um þessi kaup.
Landsbankinn er ekki sagður hafa fengið önnur kauptilboð í húsnæðið en um rúmlega þriðjung flatarmáls nýbyggingarinnar er að ræða.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.