fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Kunningja Páls lofað snöggum gróða í Íslandsbankaútboðinu – Græddi 10 milljónir á meðan hann svaf

Eyjan
Laugardaginn 9. apríl 2022 17:48

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vel stæður kunningi hans hafi fengið símtal að kvöldi 22. mars – daginn sem útboð á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka fór fram – þar sem hann fékk tilboð sem hann gat ekki neitað. Þar var honum lofað snöggum gróða ef hann tæki þátt í útboðinu. Páll deilir sögunni á Facebook.

„Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld!“

Páll segir að sá sem hringdi sé vinur kunningjans, og ekki nóg með það heldur líka starfsmaður hjá einum af þeim söluaðilum sem sáu um útboðið.

„Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur – 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf.“

Páll segir að á sama tíma hafi tilboði frá stórum lífeyrissjóð, sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða á genginu 122 kr., verið hafnað.

„Um svipað leyti og þessi kunningingi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur – var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt – hefði keypt þótt hann væri ekki í boði.

Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.“

Útboðið á hlut ríkisins sem fór fram þann 22. mars hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarnar vikur. Bæði hefur það afsláttarverð sem selt var á sætt harðri gagnrýni sem og það sölufyrirkomulag sem var viðhaft. Meðal þess rökstuðnings sem ríkisstjórnin hefur gefið fyrir söluni er að markmiðið hafi verið að leita til fagfjárfesta sem ætluðu að fjárfesta í bankanum til lengri tíma. Frásögn Páls gengur þvert á þau rök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar