fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Aldrei verið færri eignir auglýstar til leigu – Um 380 íbúðir í boði á markaðinum

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mjög lítið framboð er af leiguíbúðum akkúrat núna og það lítur ekki út fyrir að það mun batna á næstunni”, segir Ásgeir Gunnarsson stofnandi Leiguland.is um stöðuna á leigumarkaði. Ásgeir er búinn að vera fylgjast með leigumarkaðnum síðan 2019 en þá stofnaði hann umrædda vefsíðu í kjölfar þess að hann hafði fengið sig fullsaddan af því að þurfa fylgjast heppilegum leigueignum á fjölmörgum síðum.

Þegar Leiguland.is fór í loftið voru um 1000 leiguíbúðir í boði á markaðinum en að sögn Ásgeirs eru þær í dag aðeins um 380 talsins. Bendir hann á að Samtök leigjenda á Íslandi hafi um miðjan mars lýst yfir neyðarástandi á leigumarkaðinum.

Færa sig yfir á Airbnb

Í samtali við DV segir Ásgeir að það blasi við að leigusalar séu í auknum mæli að færa sig yfir í skammtímaleigu til ferðamanna eins og Airbnb. „Þegar Covid brast á þá fóru margar Airbnb-íbúðir í langtímaleigu á meðan faraldurinn stóð yfir. Núna er að rofa til í ferðaþjónustunni og því virðist sem að þessar íbúðir séu aftur að fara á Airbnb-markaðinn,“ segir Ásgeir.

Hann bendir á að verðið fyrir hverja nótt á Airbnb-markaðinum sé í sumum tilvikum upp undir 40 þúsund krónur. „Langtímaleigumarkaðurinn keppir ekki við þessi verð.“

Ásgeir segir að mesta framboðið af eignum á höfuðborgarsvæðinu í dag sé í Miðbænum, Austurbænum og Árbænum. „Unga fólkið og námsmenn, sem er líklegra til að vera á leigumarkaði, vill helst búa í Miðbænum og það er því ekki skrýtið að framboðið, og eftirspurnin, sé mest þar en þar er líka mikil hreyfing á eignum,“ segir Ásgeir.

Hann segir að um þriðjungur af framboðinu í dag séu lítil herbergi, 10-20 fermetrar, og að þar sé fermetraverðið afar hátt eða 8.000 – 10.000 krónur fermeterinn. „Til samanburðar þá eru leiguverðið á 60 – 120 fermetra íbúðum um 2.000 – 4.000 krónur,“ segir Ásgeir.

Þá segir hann að góðar leiguíbúðir staldri stutt við á markaðinum. „Um 45% af auglýstum eignum eru búnar að vera á markaðinum lengur en 80 dagar,” segir Ásgeir. Ástæðan fyrir því að leigueignir séu lengi á markaðinum eru nokkuð augljósar, annaðhvort er ástandið ekki nógu gott eða þá farið sé fram á of hátt verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni