fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Ásdís Halla er nýr ráðuneytisstjóri í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu

Eyjan
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 18:15

Ásdís Halla Bragadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í  háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Alls bárust átta umsóknir um embættið sem var auglýst þann 3. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Hæfnisnefnd mat tvo umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu. Ráðherra boðaði í framhaldi viðkomandi til viðtals og var það mat ráðherra að Ásdís Halla væri hæfust umsækjenda til að taka við embætti ráðuneytisstjóra. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, var settur ráðuneytisstjóri til þess að annast skipunarferlið.

Ásdís Halla lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Árið 1990 lauk hún BA námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Ásdís Halla hefur fjölþætta reynslu úr bæði stjórnsýslu og atvinnulífi. Hún var meðal annars bæjarstjóri í Garðabæ í um 5 ár, forstjóri BYKO, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, hefur átt sæti í háskólaráði Háskólans í Reykjavík, háskólaráði Kennaraháskólans og í stjórn NOVA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins