Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að markmiðið með þeim heimildum sem frumvarpið kveður á um sé að koma í veg fyrir landráð og brot gegn æðstu stjórn ríkisins sem og skipulagðri brotastarfsemi og til að afstýra annarri ógn gegn almannaöryggi.
Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra, að hann sé að bregðast við ákalli vegna aukinn umsvifa í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. „Heimildir lögreglu eru í dag mjög takmarkaðar, þær miðast við að grunur sé um ákveðið brot. Þannig að þegar upplýsingar koma frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað sé að koma fólk sem sé undir eftirliti þar, þá eru hendur lögreglunnar hér bundnar. Það sama á við um upplýsingagjöf okkar til erlendra yfirvalda,“ er haft eftir honum.
Nánar er hægt að lesa um málið og tillögur ráðherra á vef Fréttablaðsins.