fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Þykir nýjasta útspil Agnieszku taka steininn úr – „Yfirgengilegt hömluleysi“

Eyjan
Fimmtudaginn 31. mars 2022 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem nýlega var endurkjörin sem formaður Eflingar, telur ljóst að sitjandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, geti ómögulega fellt sig við kjör Sólveigar og lista hennar, Baráttulistans. Agnieszka hafi ítrekað reynt að koma höggi á Sólveigu og stuðningsmenn hennar með hinum ýmsu ráðum en telur Sólveig að nýjasta útspilið slái öllum öðrum út. Hún vekur athygli á málinu á Facebook.

Sólveig greinir þar frá því að Agnieszka hafi ákveðið að afhenda allar fundargerðir stjórnar Eflingar frá árslokum 2018 til þess lögmanns sem ráðinn hefur verið til að framkvæma sérstaka úttekt á viðskiptum Eflingar við Andra Sigurðsson, hönnuð og félaga í Sósíalistum, en hann var fenginn til að hanna nýja vefsíðu Eflingar auk þess sem hann sinnti öðrum tilfallandi verkefnum.

Sólveig telur að Agnieszka hafi ákveðið að ofsækja Viðar Þorsteinsson, því ekki sæi hún lengur hag sínum borgið að ráðast persónulega á Sólveigu Önnu.

„Þess vegna er hömluleysið svo yfirgengilegt í McCarthyískum ofsóknum hennar á Viðari Þorsteinssyni; hún reynir að refsa mér fyrir glæpinn að njóta trausts félagsfólks Eflingar með því að vega að mannorði Viðars.“

Já þið eruð að lesa rétt

Sólveig rekur að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi engar athugasemdir gert við viðskipti Eflingar og Andra. En sú niðurstaða dugi ekki Agnieszku sem hafi nú tekið steininn úr með því að afhenda lögfræðingi fundargerðir stjórnar Eflingar.

„Já þið eruð að lesa rétt: manneskja sem hefur aldrei fengið umboð félagsfólks til að stýra Eflingu ákvað að hún mætti setja ALLAR fundargerðir stjórnar stærsta félags verka- og láglaunafólks á Íslandi í hendurnar á einhverjum lögmanni út í bæ til að hann geti skemmt sér við að lesa allar umræður okkar um kjarabaráttu, taktík, stefnu, lesið allar vangaveltur okkar og greiningar um baráttuna, lesið allt um okkur í stjórn sem vorum á kafi við að umbreyta félaginu okkar í baráttumaskínu, í þeim tilgangi einum að finna eitthvað, bara eitthvað, til að sefa þjáningar þær sem hinn umboðslausi formaður virðist upplifa linnulaust vegna þess að röng kona dirfðist að sigra í formannskjöri Eflingar.“ 

Ekkert nema skaðvaldur

Sólveig telur að með þessari ákvörðun hafi Agnieszka sýnt og sannað að hún beri ekki hag Eflingarfélaga fyrir brjósti.

„Sýnt og sannað að hún er ekkert nema skaðvaldur fyrir Eflingu. Hún ber enga virðingu fyrir lýðræðislegum vilja félagsfólks, enga virðingu fyrir félalginu. Það er bókstaflega ógeðslegt að verða vitni að því.“ 

Tilefni skrifa Sólveigar, fyrir utan afhendingu Agnieszku á fundargerðunum, er færsla Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem hann ritaði í gær eftir að áðurnefndum lögmaður boðaði hann til fundar við sig.

Viðar deildi því svari sem hann veitti lögmanninum sem bauð honum á fund. Þar skrifar hann meðal annars að úttektin sem lögmaðurinn er að vinna sé liður í „hefndaraðgerðum“ Agnieszku gegn Sólveigu Önnu. Eins rekur hann að Agnieszka hafi neitað að svara Viðari um efnislegt inntak þeirra ávirðinga sem á hann eru bornar og hún hafi þar að auki lekið erindum frá Viðari í fjölmiðla og „gefið í skyn bæði við stjórn Eflingar og á vettvangi Miðstjórnar ASÍ að ég hafi farið óeðlilega með fjármuni félagsins.“

Viðar rekur niðurstöðu Deloitte og segir það „seinasta hálmstrá“ Agnieszku að fá lögmann til að gera úttekt „til að reyna á það til fullnustu hvort ekki sé hægt að finna einhvern óþverra á mig.“

Óskar Viðar svo eftir því að lögmaðurinn skili þeirri ósk til Agnieszku að Efling borgi lögmannskostnað Viðars.

Umbj. þinn virðist hafa fengið leyfi stjórnar Eflingar til ótakmarkaðs aðgangs að margra milljarða sjóðum félagsins til að fjármagna hefndaraðgerðir sínar og því spyr ég hvort félagið geti fallist á að ég sitji við sama borð.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni