Skiptum er lokið í þrotabúi íslenskatæknifyrirtækisins Teatime ehf. Félagið var stofnað árið 2017 af Þorsteini B. Friðrikssyni og öðrum frumkvöðlum sem stóðu að fyrirtækinu Plain Vanilla sem af meðal annars út spurningaleikinn QuizUp. Teatime var fjármagnað af alþjóðlegum fjárfestum sem lögðu til um hálfan milljarð í hlutfé. Alls gaf fyrirtækið út þrjá leiki en flaggskip fyrirtækisins var spurningaleikurinn Trivia Royal sem öðlaðist talsverðar vinsældir á sínum tíma. Tekjurnar af leiknum stóðu þó ekki undir rekstrinum.
Reksturinn gekk þó ekki upp og var félagið úrskurðað gjaldþrota þann 31. mars í fyrra. Á annan tug starfsmanna starfaði hjá félaginu á þeim tíma en þeim hafði verið sagt upp nokkru áður eftir að frekar tilraunir stjórnenda til að fá fjármagn inn í félagið báru ekki árangur.
Í Lögbirtingablaðinu í dag er tilkynnt um að skiptum sé lokið í félaginu Alls voru lýstar kröfur um 87 milljónir króna en alls greiddust rúmlega 17 milljónir króna upp í þær.