fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Helgi Áss himinlifandi með niðurstöðu prófkjörsins – „Tengsl mín innan Sjálfstæðisflokksins voru takmörkuð“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. mars 2022 15:45

Helgi Áss vígreifur ásamt kosningastjóra sínum, Jóni Kristni Snæhólm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að enn af sigurvegurum nýlokins prófkjörs Sjálfstæðisflokksins sé nýliðinn Helgi Áss Grétarsson. Helgi Áss, sem er menntaður lögfræðingur, hefur aldrei áður látið til sín taka í pólitík og ákvað með frekar skömmum fyrirvara að slá til og skella sér í slaginn. Að endingu náði hann sjöunda sæti prófkjörsins af 26 frambjóðendum og fyrir ofan hann voru aðeins fólk sem hefur reynslu af prófkjörsbaráttu,  núverandi borgarfulltrúar eða varaþingmenn.

Skýrar víglínur voru til staðar í prófkjörinu, annarsvegar frjálslyndari armur sem að Hildur Björnsdóttir, veitti forystu, og síðan íhaldsarmur sem flykkti sér á bak við Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur sem einnig bauð sig fram í oddvitasæti. Þótt áherslur Helga Áss, sérstaklega andstaða hans við Borgarlínu, falli vel við áherslur íhaldsarmsins þá gerir það árangur hans enn athyglisverðari að hann var ekki í bandalagi við neina aðra frambjóðendur.

Í samtali við DV kvaðst Helgi Áss vera himinlifandi með niðurstöðuna. „Að ná 7. sæti sem nýliði í stjórnmálum er frábær niðurstaða fyrir mig í prófkjörinu. Þegar ég ákvað að bjóða fram krafta mína lá ljóst fyrir að það yrði á mínum forsendum. Tengsl mín innan Sjálfstæðisflokksins voru takmörkuð enda hafði ég fram að framboðinu verið tiltölulega óvirkur almennur félagsmaður flokksins. Einhvers konar samvinna við aðra í hópi frambjóðenda var ekki fyrir hendi,“ segir Helgi Áss.

Hann hefur undanfarin athygli vakið mikla athygli fyrir greinaskrif sín, ekki síst þar sem hann hefur komið til varnar fórnarlömbum svokallaðrar slaufunarmenningar. Líklega er hans þekktasta grein „Ég er Ingó veðurguð“ sem sló nánast öll aðsóknarmet á DV þegar henni var slegið upp í frétt.

Lyftistöng að fá Jón Kristinn í slaginn

Helgi Áss segir að hann hafi þegar fundið fyrir góðum meðbyr við framboði sínu og greinilegt að málflutningur hans undanfarið hafi fallið vel í kramið meðal Sjálfstæðisfólks.  „Margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg fyrir framboð mitt sem og öflugir fagmenn, svo sem á sviði grafískrar hönnunar og fjölmiðlunar. Framboðið fékk hins vegar mikla lyftistöng þegar hinn reyndi kosningastjóri Jón Kristinn Snæhólm kom til starfa fyrir það fyrstu vikuna í mars. Áherslurnar urðu skýrari og meira var lagt undir í kosningabaráttunni.“

Eins og gefur að skilja hafi hann einbeitt sér að skrifum um málefni borgarinnar undanfarna daga og greinilegt að þar hafi hann einnig hitt á taugar margra Sjálfstæðismanna. „ Málflutningur minn vann á eftir því sem leið á kosningabaráttuna. Ekki síst um nauðsyn þess að endurskoða hvernig borgarlínuverkefnið verði útfært og hversu mikilvægt það er að taka til í yfirbyggingu stjórnkerfis Reykjavíkurborgar.
Ég vil þakka öllum meðframbjóðendum mínum fyrir skemmtilega og heiðarlega prófkjörsbaráttu,“ segir Helgi Áss.

Auk þess að vera þekktur fyrir aðkomu sína að skák, en Helgi Áss er stórmeistari í greininni, þá vita kannski færri að hann er fyrir unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu þar sem hann spilaði í marki og er sanntrúaður Frammari. „Nú verður stefnt að sigri Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Eins og við Frammarar segjum – Fram til sigurs!“ segir Helgi Áss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi