fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Eyjan

Gagnrýna ákvörðun Varðar að loka kjörskrá tveim vikum fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Eyjan
Mánudaginn 7. febrúar 2022 12:00

Kári Freyr og Birta Karen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birta Karen Tryggvadóttir og Kári Freyr Kristinsson, sem leiða framboðslista til stjórnarsetu í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýna ákvörðun Varðar, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Segja þau að ákvörðunin skjóta skökku við í ljósi þess að flokkurinn hafi boðað til lýðræðisveislu fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar. Ákvörðun Varðar sé þvert á þá stefnu.

Birta Karen og Kári Freyr leiða framboð til stjórnar í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, árið 2022. Með þeim bjóða tíu einstaklingar sig fram í stjórn og sex í varastjórn. Aðalfundur félagsins fer fram daganna 23. – 25. febrúar.

Í fréttatilkynningu kemur fram að framboðið gagnrýnir ákvörðun stjórnar Varðar um að loka kjörskránni tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

„Í alþingiskosningunum í haust státaði flokkurinn sig af því að boða til lýðræðisveislu en þessi ákvörðun stjórnar Varðar gengur þvert á þessa stefnu. Með því að loka kjörskránni tveimur vikum fyrir kjördag er stjórn Varðar að setja skorður á hvaða flokksfélagar geta kosið og eru með því að takmarka áhrif flokksmanna og jafnframt möguleika flokksins til að fjölga skráðum flokksmönnuum. Með þessari ákvörðun má spyrja hvort að stjórn Varðar ætli að setja tímamörk á það hvenær skráðir félagsfélagar teljist fullgildir aðilar innan flokksins og hvers vegna tveggja vikna frestur sé tímamörkin fremur en eitt eða jafnvel 10 ár,“ segir í tilkynningunni.

Þá telja frambjóðendurnir að þessi ákvörðun takmarki þátttöku ungs fólks í prófkjörinu.

„Ungt fólk er almennt ekki skráð í stjórnmálaflokka en fjölmennt prófkjör er líklegt til að draga að og vekja áhuga ungs fólks á flokknum og stjórnmálum almennt sem hlýtur að teljast fagnaðarefni. Jafnframt eru möguleikar yngri og nýrra frambjóðenda á árangri takmarkaðir og möguleikar flokksins á að stækka því settar skorður. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki og á ekki að vera lokaður klúbbur heldur opin fjöldahreyfing þeirra sem aðhyllast sjálfstæðsstefnunni. “

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59