fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Einar ráðinn fjármálastjóri UMFÍ

Eyjan
Mánudaginn 7. febrúar 2022 17:17

Einar Þ. Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgfirðingurinn Einar Þ. Eyjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri UMFÍ og er kominn til starfa. Einar þekkir afar vel til ungmennafélagshreyfingarinnar.

Hann er íþróttakennari og viðskiptafræðingur að mennt en undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Eins og Borgfirðinga er siður æfði Einar knattspyrnu en hann hefur samhliða öðrum störfum starfað sem knattspyrnuþjálfari hjá hinum ýmsu félögum, m.a. hjá Skallagrími, aðildarfélagi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), sem er einn sambandsaðila Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), sem er landssamband allra ungmenna- og íþróttafélaga á Íslandi.

Einar er fæddur árið 1975 og er giftur Maj-Britt Briem lögmanni. Þau eiga þrjár dætur Herdís Maríu, Þóru Guðrúnu og Valý Karen sem allar stunda knattspyrnu hjá Þrótti R. Hans helstu áhugamál eru samverustundir með fjölskyldunni, ferðalög, eldamennska og að sjálfsögðu íþróttir.

Starf Einars felur í sér umsjón með fjármálum og almennum rekstri UMFÍ. Hann mun einnig koma að ýmsum öðrum verkefnum eins og stefnumörkun, skýrslugerð og úrvinnslu gagna, upplýsingagjöf til stjórnenda auk þess að sinna ýmsum tilfallandi verkefnum.

„Söfnun gagna og úrvinnsla þeirra er mikilvægur liður í skilvirku starfi UMFÍ og þjónustu við sambandsaðilana og íþróttafélögin. Slík vinna mun hjálpa UMFÍ til þess að vera betur í stakk búið til þess að takast á við ný verkefni og nýjar áskoranir í framtíðinni og stuðla að því að félagið geti verið leiðandi afl á sínu sviði í samfélaginu. Annars sé ég fyrir mér og bind vonir að framundan verði skemmtilegt og lífflegt íþróttasumar þar sem hægt verði að skipuleggja og halda íþróttamót án nokkurra COVID-áhrifa,‟ segir Einar.

Hann bætir við að Ungmennafélag Íslands sé í góðum gír og alltaf ferskt.

„Staða landssambandsins er afar sterk enda sinnir það góðum stuðningi við ungmenna- og íþrótttafélög um allt land.  Ég sé fyrir mér að félagið haldi áfram að vaxa og dafna, rétt eins og félagið hefur gert síðan það var stofnað fyrir meira en 110 árum. Einn af styrkleikum Ungmennafélags Íslands og ungmennafélagshreyfingarinnar allrar liggur í öflugu grasrótarstarfi sem hefur gert það verkum að félagið hefur ávallt náð aðlaga sig að þeim breytingum sem hafa orðið í samfélaginu hverju sinni. En UMFÍ líkt og önnur félagasamtök, þarf stöðugt að minna á samfélagslegt hlutverk sitt og sýna þau víðtæku og jákvæðu áhrif sem starfsemi félaga eins og Ungmennafélags Íslands hefur á samfélagið,“ segir Einar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“