fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sólveig og Viðar segja úttektina byggja á lygum og að niðurstöðunni sé „lekið á réttum tíma í fjölmiðla“

Eyjan
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling kynnti starfsfólki sínu niðurstöðu vinnustaðarúttektar Lífs og sálar nú í morgun, en niðurstaða úttektar var að starfsfólk hafi upplifað mikla vanlíðan vegna stjórnendahátta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Voru ásakanir í garð Viðars töluvert alvarlegri – en hann er sakaður um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti.

Bæði Viðar og Sólveig hafa nú svarað þessum ásökunum. Segja þau bæði að úttektin byggist á lygum og ekkert hæft í þeim ásökunum sem þar koma fram í þeirra garð. Eins telja þau að tímasetningin, að kynna niðurstöðurnar núna svo skömmu fyrir formannskjör, sé ekki tilviljun.

Ásökuð nafnlaust um ýmsa glæpi við við höfum ekki framið

Sólveig Anna segist hafa vitað af úttektinni í nokkurn tíma og fengið veður af því að starfsfólk væri spurt um persónuleika hennar sjálfrar og starfshætti. Hafi hún í kjölfarið leitast eftir því að fá skýringar á hvers vegna spurt væri um hana en ekki aðra yfirstjórnendur og hvers vegna hún hafi ekki verið boðuð í viðtöl vegna úttektarinnar svo hún fengi færi á að lýsa reynslu sini og upplifun.

„Ég verð að viðurkenna að þetta virkar afar sérkennilega á mig,“ sagði Sólveig í tölvupóst sem hún sendi á starfsmanninn sem hélt utan um vinnuna sem og á formann Eflingar, Agnieszku Ewu Ziólkowska.

Henni hafi verið svarað með því að hún væri ekki lengur starfandi hjá Efling og því ekki boðið í viðtal, auk þess var því hafnað að úttektin snéri sérstaklega að henni.

Sólveig ítrekaði erindi sitt í þrígang og gerði alvarlegar athugasemdir við úttektina og efaðist um að það stæðist persónuverndarsjónarmið að Sólveigu væri bæði meinað að taka þátt í úttektinni og að ekki stæði til að kynna henni niðurstöðurnar. Hvorki formaður né varaformaður hafi brugðist við erindum hennar og ekki heldur haft samband við hana til að kynna henni niðurstöðurnar.

Sólveig telur það enga tilviljun að niðurstaða úttektarinnar hafi verið kynnt núna þegar stutt er í kjör nýs formanns og ekki tilviljun að úttektin hafi strax ratað í fjölmiðla.

„Ég og Viðar sitjum nú undir því að vera ásökuð nafnlaust um ýmsa glæpi við við höfum ekki framið. Á nákvæmlega þeim tímapunkti þegar ég og félagar mínir í Baráttulistanum höfum komið fram með glæsilegt og sigurstranglegt framboð til stjórnar félagsins.

Ég veit svarið en spyr samt: Er aldrei komið nóg?“

Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar í heild sinni og þar deilir hún þeim póstum sem hún sendi vegna úttektarinnar.

Nota sér nafnleysi til að bera mig sökum

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann ásakanir í hans garð, um einelti og kvenfyrirlitningu, ósannar. Hann hafi þó vitað að úttektin væri í undirbúningi síðan fyrir jól.

„Ég vissi líka að þessi úttekt yrði sterkasta vopnið í höndum hóps starfsfólks á skrifstofu Eflingar sem hefur lengi haft horn í síðu minni og Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrum formanns Eflingar. Ég vissi að þessir einstaklingar myndu nota sér nafnleysi til að bera mig sökum, og að niðurstöðunum yrði svo lekið á réttum tíma í fjölmiðla til að hámarka skaðann fyrir Sólveigu Önnu og framboð Baráttulistans.“ 

Þar rekur Viðar að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektarinnar þrátt fyrir að þar séu þungar sakir bornar á hann. Honum hafi sömuleiðis ekki verið kynnt að í úttekt yrði fjallað um hans störf og enginn fulltrúi Eflingar hafi veitt honum aðgang að úttektinni sem hafi þó borist fjölmiðlum.

Viðar segir að í starfi hans hafi hann lagt mikla áherslu á árangur og að unnið væri í samræmi við þá stefnu sem Sólveig Anna markaði ásamt stjórn félagsins. Það hafi ekki gengið áfallalaust og þurfti hann að gera miklar breytingar í rekstrinum.

„Ásakanir sem hafðar eru eftir ótilgreindum starfsmönnum í vinnustaðaúttekt Lífs og sálar um einelti og kvenfyrirlitningu af minni hálfu eru ósannar. Hið rétta er að ég axlaði ábyrgð á því hlutverki mínu sem framkvæmdastjóri að gera eðlilegar kröfur til stjórnenda, með hagsmuni starfseminnar og félagsmanna Eflingar í huga. Ég harma það að þessir einstaklingar notfæri sér vanlíðan þeirra sem upplifað hafa raunverulegt einelti og kvenfyrirlitningu til að koma höggi á mig vegna ósættis sem snýst um frammistöðu og vinnubrögð í starfi.

Ég lýsi jafnframt mikilli furðu á því að minn fyrrum vinnustaður hafi gert mig og mín störf að umfjöllunarefni í vinnustaðaúttekt og látið fella um þau þungan dóm án þess að gefa mér minnsta færi á segja mína hlið á málum. Ég get ekki skilið hvers vegna sálfræðistofan Líf og sál hefur látið hafa sig í slíka vegferð. Rétt er að fram komi að Agnieszka Ewa Ziolkowska, formaður Eflingar, hefur ítrekað hunsað athugasemdir komið hefur verið á framfæri við hana um vinnubrögð við gerð úttektarinnar.“

Yfirlýsingu Viðars í heild sinni má finna í umfjöllum Fréttablaðsins

Við úttektina voru viðtöl tekin við 48 starfsmenn á skrifstofu Eflingar og segir í tilkynningu Eflingar um úttektina að starfsmönnum hafi verið „tíðrætt um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu framkvæmdarstjóra, að því er virðist í skjóli formanns.“

Úttektin var framkvæmd af fjórum sálfræðingum eftir að Sólveig Anna sagði af sér í október. Sólveig Anna tilkynnti um framboð sitt til formanns Eflingar  með Baráttulitanum fyrir um viku síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“