fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Argur Steingrímur svarar fyrir sig og segir Þorgerði Katrínu nýta sér vinsældir Verbúðarinnar – „Spark­ar í lát­inn fé­laga minn og vin“

Eyjan
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ritaði í gær grein sem birtist í Morgunblaðinu þar sem hún setti vinsælu þættina Verbúðina í samhengi við íslensk stjórnmál og rifjaði upp tilurð íslenska kvótakerfisins og þegar kvótanum var úthlutað ótímabundið og frjálst framsal aflaheimilda heimilað.

Minntist hún þess að þá hafi vinstri stjórn verið við völd í landinu með aðild Alþýðubandalagsins og segir hún flokkinn hafa ákveðið að það væri mikilvægara að halda í ráðherrastóla heldur en að leggjast gegn fyrirkomulaginu.

Nú hafi Vinstri Græn tekur við og hafi fórnað harðri andstöðu sinni við kvótakerfið, til þess að geta verið í ríkisstjórn.

„Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Svavar Gests­son fórnuðu hug­sjón­inni í fjóra mánuði fyr­ir ráðherra­stóla. Þær Katrín Jak­obs­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa fórnað hug­sjón­inni fyr­ir ráðherra­stóla í fjög­ur ár á síðasta kjör­tíma­bili og lofað í stjórn­arsátt­mála að gera það í önn­ur fjög­ur ár.

Þessi póli­tík Vinstri grænna er speg­il­mynd þess sem við höf­um fengið að fylgj­ast með í Ver­búðarþátt­un­um. Jafn nöt­ur­legt og það er.“

Ásökunarfroða sem ekki er svaraverð

Steingrímur hefur nú svarað grein Þorgerðar sem hann kallar „ásökunarfroðu“.

„Grein­in er að uppistöðu til ásakana­froða sem ekki er svara verð. Ég hefði því látið kyrrt liggja ef ekki væri það að í niður­lag­inu legg­ur Þor­gerður lykkju á leið sína og spark­ar í lát­inn fé­laga minn og vin. Svavar Gests­son er því miður ekki leng­ur á meðal vor til að svara fyr­ir sig.“

Steingrímur telur ljóst hvers vegna Þorgerður hafi ákveðið að nefna Svavar sérstaklega til sögunnar.

„Af hverju segi ég það að þarna leggi Þor­gerður lykkju á leið sína? Jú, Þor­gerður vel­ur að nafn­greina aðeins tvo af þrem­ur ráðherr­um Alþýðubanda­lags­ins í rík­is­stjórn ár­anna 1988-1991. Af hverju lét Þor­gerður það ekki nægja að nefna bara mig og sleppa þá Svavari Gests­syni eins og hún slepp­ir Ólafi Ragn­ari Gríms­syni? Get­ur verið að skýr­ing­in sé Svandís Svavars­dótt­ir? Eða vinn­ur Þor­gerður bara yfir höfuð úr sann­leik­an­um og sögu­leg­um staðreynd­um með val­kvæðum hætti?“

Sérstaklega uppsigað við kynsystur sínar

Steingrímur segist almennt vera á því máli að málflutningur á borð við þann sem Þorgerður viðhefur í grein sinni sé ekki til þess fallinn að bæta stjórnmálamenninguna.

„Sem sagt þessi fram­setn­ing Þor­gerðar að aðrir stjórn­mála­menn séu upp til hópa ómerki­leg­ir og selji hug­sjón­ir sín­ar fyr­ir ráðherra­stóla, aðrir en hún auðvitað. Stund­um fæ ég það á til­finn­ing­una að Þor­gerði Katrínu sé sér­stak­lega upp­sigað við kyn­syst­ur sín­ar í stjórn­mál­um sem skara fram úr. […] Af ein­hverj­um ástæðum eru það bara Katrín Jak­obs­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir sem í grein Þor­gerðar eru að selja sál sína fyr­ir ráðherra­stóla en ekki þriðji ráðherra sama flokks, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son. Eða er þarna aft­ur á ferð, og e.t.v. óvart, hin val­kvæða úr­vinnsla staðreynd­anna?“

Um að gera að fá sér far

Steingrímur segir að þættirnir Verbúðin séu sannkallað þrekvirki í íslenskri þáttagerð. Greinilegt sé að Þorgerður ætli að nýta sér vinsældirnar í eigin þágu.

„Vin­sæld­irn­ar enda eft­ir því og það hef­ur greini­lega ekki farið fram hjá Þor­gerði. Um að gera að fá sér far. En póli­tísk­ar út­legg­ing­ar henn­ar í fram­hald­inu rista grunnt og eru ómerki­leg­ar.“

Steingrímur segir að Þorgerður megi velta þrennu fyrir sér:

„a) Hvernig stóð á því að sjáv­ar­út­veg­ur­inn og út­flutn­ings­grein­ar al­mennt stóðu á barmi gjaldþrots haustið 1988? Hvers vegna þurfti víðtæk­ar, en sem bet­ur fer vel heppnaðar, aðgerðir til að forða hruni og at­vinnum­issi, sér­stak­lega í sjáv­ar­út­veg­in­um? Gæti þessi hörm­ung­arstaða og þörf­in fyr­ir bætta af­komu hafa haft áhrif á ým­is­legt sem gert var miss­er­in á eft­ir? Þetta get­ur Þor­gerður rætt við Þor­stein Páls­son, ég trúi að hann sé í kall­færi við Viðreisn.

b) Hvar var Þor­gerður Katrín 2012 þegar al­vöru­tilraun var gerð til grund­vall­ar kerf­is­breyt­inga í sjáv­ar­út­vegs­mál­um og þar á meðal að færa aðgangs­rétt­inn yfir á grund­völl tíma­bund­inna nýt­ing­ar­leyfa? Reyndi hún þá að hjálpa til í anda þess sem Viðreisn tel­ur sig berj­ast fyr­ir nú eða tók hún þátt í að drepa málið sem einn af þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins?

c) Hvaða af­rek, eða a.m.k. áform um kerf­is­breyt­ing­ar í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, standa eft­ir frá sjáv­ar­út­vegs­ráðherratíð Þor­gerðar á ár­inu 2017? Þótt sú rík­is­stjórn slægi Íslands­met í skamm­lífi mætti ætla miðað við mál­flutn­ing Þor­gerðar og Viðreisn­ar nú að ein­hver áform um kerf­is­breyt­ing­ar hefðu hið minnsta verið kynnt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni