fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Carbfix tekur þátt í alþjóðlegu rannsóknarteymi: Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna veitir 2,2 milljónir dala í fjármögnun

Eyjan
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 14:49

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur ákveðið að veita 2,2 milljónum dala í nýsköpunarverkefni með það að markmiði að þróa áfram aðferðir til kolefnisförgunar með því að steinrenna koldíoxíðs (CO2) í bergi í Tamarack í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum. Carbfix verður þar aðili að verkefnahópi sem samanstendur af fremstu sérfræðingum heims í rannsóknum tengdum niðurdælingu og steinrenningu CO2. Verkefnið er leitt af Rio Tinto.

Frá basalti yfir í aðrar bergtegundir

Til þessa hefur kolefnisförgun með steinrenningu að mestu verið bundin við basaltberg, eins og við starfstöðvar Carbfix á Íslandi, en við Tamarack er annar berggrunnur sem vonast er til að hægt sé að nýta.  „Í verkefnateyminu koma saman leiðandi sérfræðingar á þessu sviði, bæði úr heimi vísinda og iðnaðar, en ljóst er að alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að hraða loftslagsaðgerðum, segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Carbfix er brautryðjandi á heimsvísu í föngun og förgun koldíoxíðs, með hugverkavarinni aðferð sem getur gegnt lykilhlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni. Við erum spennt að taka þátt í þessu mikilvæga samstarfi og þróa tæknina okkar enn frekar þannig að hún nýtist við fjölbreyttari aðstæður en sýnt hefur verið fram á í dag.“

„Markmið okkar er finna kolefnisförgunarlausnir sem geta hjálpað til við að ná loftslagsmarkmiðum með því að draga úr og vega upp á móti losun frá starfsemi okkar, sem og í öðrum iðngreinum, og að kanna ný viðskiptatækifæri sem kolefnisförgun getur skapað við starfstöðvar Rio Tinto um allan heim,“ segir Dr. Nigel Steward sem leiðir vísindarannsóknir hjá Rio Tinto. „Við munum vinna með leiðandi vísindafólki og frumkvöðlum til að kanna geymslumöguleika Tamarack-svæðisins og þróa lausnir sem hægt er að nota bæði þar og víðar.“

Auk Carbfix og Rio Tinto taka Pacific Northwest National Laboratory (PNNL), Columbia University og Advantek Sorpe Management Services þátt í verkefninu. Talon Metals, sem er meirihlutaeigandi og rekstraraðili Tamarack nikkelverkefnisins og samstarfsaðili Rio Tinto, leggur til þekkingu á málmgrýti og aðgang að landi fyrir vísindastarf á vettvangi. Verkefnið mun standa yfir í þrjú ár en auk stuðnings frá orkumálaráðuneytinu mun Rio Tinto leggja 4 milljónir dollara í fjármögnun verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“