Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í borginni fyrir kosningar í vor. Mbl.is greinir frá en þar fer Ragnhildur Alda, sem er menntaður sálfræðingur, ítarlega yfir stefnumál sín.
„Ég vil gefa kost á mér vegna þess að ég vil sjá Reykjavíkurborg vera í fremstu röð þegar kemur að húsnæðis- og samgöngumálum, leikskóla- og grunnskólamálum og þjónustu við íbúa almennt. Ég vil vera valkostur fyrir sjálfstæðismenn og tel mig eiga góða möguleika,“ segir Ragnhildur Alda, sem segist hafa fengið fjölmargar hvatningar um að bjóða sig fram.
Framboð hennar þýðir að Sjálfstæðismenn fá oddvitaslag í komandi prófkjöri en lengi vel leit út fyrir að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi, myndi ein gefa kost á sér í oddvitasætið.