fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Auður Ösp ráðin til Póstsins

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 09:49

Auður Ösp Ólafsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Ösp Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum en hún sinnti áður stöðu vefstjóra fyrirtækisins. Auður mun bera ábyrgð á samræmdri upplifun viðskiptavina og nálgun í gegnum sölu, þjónustu og markaðmál.

Auður starfaði síðast hjá ferðaþjónustufyrirtækinu I Heart Reykjavík sem eigandi og framkvæmdastjóri. Þar áður var Auður sjálfstætt starfandi ráðgjafi í vef- og markaðsmálum auk þess að starfa sem vefstjóri hjá Bandalagi Íslenskra Farfugla. Auður er þessa dagana að skrifa lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu en umfjöllunarefni verkefnisins er staða omnichannel verslunar á íslenskum smásölumarkaði.

Pósturinn á fleygiferð í stafrænni umbreytingu

,,Það sem er svo áhugavert við að taka við þessu starfi hjá Póstinum á þessum tímapunkti er sú staðreynd að fyrirtækið er búið að vera á fleygiferð í stafrænni umbreytingu og innleiðingu á nýjum þjónustulausnum undanfarin misseri en það er samt enn af nægu að taka. Tækifærin til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina eru endalaus, alltaf, og það er það sem gerir þetta starf svo skemmtilegt. Það sem mér finnst einkenna starfsfólk Póstsins er gríðarlegur kraftur, metnaður og einlægur vilji til umbóta. Sama hvort það eru hjólapóstarnir okkar um allan bæ, frábæru þjónustufulltrúar okkar í þjónustuverinu sem eru algjörar póst-alfræðiorðabækur eða lykilstjórnendur. Það eru allir að róa í sömu átt.  Mér finnst mjög gaman að fá að taka þátt í þessari vegferð og hlakka til að takast á við krefjandi verkefni framundan,“ segir Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskitpavina hjá Póstinum.

,,Auður hefur fræðilega þekkingu sem og reynslu og sterka sýn á hvað heildarupplifun viðskiptavina skiptir miklu máli. Auður hefur strax haft mikil áhrif á nálgun þjónustu, markaða og Póstsins alls á verkefnin framundan, enda með skýra sýn á það hvernig fyrirtæki geta nýtt færin í upplifun viðskiptavina þar sem stafrænar lausnir og samtal við viðskiptavini hafa bein áhrif á vöxt og færi til sóknar. Hennar hlutverk er veigamikið sem talsmaður viðskiptavina og að tryggja að hagsmunir þeirra og óskir séu í fararbroddi þegar kemur að ákvörðunum um t.d. nýsköpun, þróun og frekari skref í þjónustuáherslu. Ég er mjög spennt að halda áfram að vinna með Auði og sjá hennar áhrif og áherslur á samræmda upplifun raungerast hjá okkur sem er stórt verkefni og afar mikilvægt” segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”