fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Trump var niðurlægður þrisvar á 24 klukkustundum – Hafði aðeins eitt orð sér til varnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 08:00

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tæpum 24 klukkustundum var Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, niðurlægður. Þetta mun loða við hann og eflaust hafa neikvæð áhrif á tilraun hans til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.

Það var á þriðjudaginn sem Trump skoraði þrennu en þó í neikvæðri merkingu, ólíkt því sem er í fótbolta. Má segja að um þrjú sjálfsmörk hafi verið að ræða. Hvað varðar ósigra hans í þessum þremur málum þá hafði hann bara eitt orð um þá að segja: „Ofsóknir.“

„Ofsóknir,“ var orðið sem hann notaði þegar saksóknarar í New York hófu rannsóknir á Trump-samsteypunni, fyrirtæki í hans eigu, vegna gruns um umfangsmikil skattsvik. Á þriðjudaginn féll síðan dómur í máli saksóknara gegn fyrirtækinu og var það fundið sekt um öll 17 ákæruatriðin. Snerist málið um greiðslur til yfirmanna fyrirtækisins, greiðslur sem voru ekki gefnar upp til skatts. Þeir fengu meðal annars lúxusíbúðir og bíla til ráðstöfunar og jafnvel reiðufé í vasann fyrir jólin. En enginn skattur var greiddur af þessu.

Trump var ekki ákærður en saksóknarar blönduðu honum sífellt í málið á þeim mánuði sem málareksturinn stóð fyrir dómi og sögðu kviðdómendum að Trump hefði sjálfur greitt fyrir sumt af því sem yfirmennirnir fengu og hefði samþykkt mikilvægan hluta af þessu öllu.

Saksóknarinn, sem sótti málið, sagði að þetta hefði viðgengist árum saman hjá samsteypunni og að menningin innan þess hefði aðeins snúist um „græðgi, lygi og svik“.

En eins og fyrr sagði þá var þetta bara fyrsta sjálfsmarkið á þriðjudaginn. Það næsta kom þegar rannsóknarnefnd fulltrúadeildarinnar tilkynnti að grundvöllur sé fyrir að gefa út ákærur í tengslum við meinta valdaránstilraun í janúar á síðasta ári þegar stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið í Washington D.C. Trump sagði einmitt að um „ofsóknir“ væri að ræða þegar rannsóknarnefndin hóf störf.

Nefndin sagði ekkert um hverja sé hægt að ákæra vegna málsins, það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort það verður gert og þá hverjir verða ákærðir. En enginn ætti að velkjast í vafa um alvöru málsins.

Þriðja sjálfsmarkið kom þegar niðurstöður kosninganna í Georgíuríki lágu fyrir en þar var kosið á nýjan leik um eitt sæti í öldungadeildinni. Ástæðan er að engin fékk meira en helming atkvæða í kosningunum í nóvember og samkvæmt lögum ríkisins þurfti því að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði.

Raphael Warnock, frambjóðandi Demókrata, hélt þingsæti sínu því hann sigraði Herschel Walker, sem Trump hafði sjálfur valið sem frambjóðanda og stutt með ráðum og dáð.

Demókratar verða því með 51 þingmann í öldungadeildinni frá og með janúar á móti 49 þingmönnum Repúblikana. Þetta er mikill sigur fyrir Demókrata og að sama skapi mikill ósigur fyrir Repúblikana sem höfðu gert sér vonir um að ná meirihluta í deildinni.

Ósigurinn í Georgíu styrkir eflaust fleiri Repúblikana í þeirri skoðun að nú sé kominn tími til að fjarlægjast Trump meira, hann sé einfaldlega tapari. Repúblikanar töpuðu þingkosningunum 2018, forsetakosningunum 2020 og kosningunum í nóvember. Trump var í fararbroddi flokksins í öllum þessum kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur