fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

220 þúsund fasteignir á Íslandi og verðmætið er 12,8 milljarðar króna

Eyjan
Laugardaginn 31. desember 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á gamlársdag tók nýtt fasteignamat gildi. Í því felst áætlað verðmat allra fasteigna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).

„Alls eru um 220 þúsund fasteignir á Íslandi og jókst verðmæti þeirra talsvert milli ára, eða um 2.100 milljarða króna. Sérfræðingar fasteignaskrár HMS mátu allar fasteignir landsins, bæði íbúðarhús og atvinnuhúsnæði og telst heildarvirði þeirra vera 12.800 milljarðar króna. Þetta jafngildir 33 milljónum króna á hvern íbúa á Íslandi eða um 42 milljónir á hvern íbúa sem er 18 ára og eldri,“ segir í tilkynningunni.

Fasteignamat er tól til að gefa raunhæfa mynd af verðmæti fasteigna. Það er endurmetið árlega og er það meðal annars nýtt til að reikna út fasteignagjöld og tekið er mið af því við lánveitingar fjármálastofnana til húsnæðiskaupenda.

Nú fá fleiri vaxtabætur

Í tilkynningunni segir enn fremur:

„Þá er einnig stuðst við fasteignamatið við útreikning vaxtabóta af hálfu ríkisins og getur hækkun matsins haft þau áhrif að sumir missi rétt til bóta, ef að nýuppfærð eignastaða þeirra skerðir bæturnar að fullu. Á móti kemur að ríkisstjórnin kynnti nýverið að eignaskerðingarmörk í vaxtabótakerfinu muni hækka um 50% í byrjun árs 2023 sem leiðir til þess að fleiri munu fá vaxtabætur en hefðu ella fengið eftir gildistöku nýja fasteignamatsins. Um var að ræða eina af stuðningsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna nýgerðra kjarasamninga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar