fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Eyjan

Skiptum lokið í þrotabúi Megna – Lýstar kröfur um 428 milljónir

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 11:30

Megna ehf. hét áður Glerborg en nafnið og hluti starfseminnar var selt til Íspan í febrúar 2021.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi glerja- og speglafyrirtækisins Megna ehf. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 11. febrúar á þessu ári en skiptum var lokið þann 22. desember síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í morgun voru lýstar kröfur tæplega 428 milljónir króna Að frádregnum skiptakostnaði var ráðstafað upp í lýstar sértökukröfur kr. 4.697.392, upp í búskröfur kr. 14.594.475 og upp í veðkröfur kr. 26.356.523. Samtals nam úthlutun kr. 45.648.390 eða 10,68% af lýstum kröfum.

Fyrirtækið hét áður Glerborg en í febrúar 2021, ári fyrir gjaldþrotið, seldi fyrirtækið gler- og speglastarfsemi sína auk vörumerkisins yfir til Íspan og tók upp nafnið Megna. Samkvæmt viðtali Markaðs Fréttablaðsins við Rúnar Árnason, framkvæmdastjóra Megna, var ætlunin að einbeita sér að sértækari þjónustu, til að mynda gluggalausnir fyrir verktaka.

Covid-19 helsta ástæðan fyrir gjaldþrotinu

Þær áætlanir gengu ekki eftir og í lok október óskaði fyrirtækið eftir að fara í greiðslustöðvun. Sagði Rúnar í viðtali við Morgunblaðið að ástæðuna mætti rekja að stórum hluta til Covid-19 faraldursins.

„Tap á rekstr­in­um er margþætt. Covid-19 hægði á öllu í lang­an tíma eins og flest­um er ljóst. Covid-19 hægði og/​eða stoppaði fram­leiðslu okk­ar, sama gilti um flutn­ing til lands­ins. Mikl­ar taf­ir kosta mikla pen­inga. Mikl­ar og óvænt­ar er­lend­ar kostnaðar­verðshækk­an­ir eru ein af­leiðing­in til viðbót­ar. Vog­un tap­ar, launa­hækk­an­irn­ar miklu höfðu nei­kvæð áhrif og munu gera til lengri tíma. Allt þetta tek­ur í,“ sagði Rún­ar og því hefði verið tekin sú ákvörðun að óska eftir greiðslustöðvun til að lágmarka skaðann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi