fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Segir Dag borgarstjóra fara í felur í stað þess að svara fyrir snjómokstursklúðrið – „Brá hann ekki þeim vana sínum“

Eyjan
Fimmtudaginn 22. desember 2022 07:53

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa farið í felur þegar kom að því að svara fyrir klúðrið varðandi snjómokstur í borginni í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kjartans í Morgunblaðið í morgun, sem ber yfirskriftina Snjóruðningur í Reykjavík enn og aftur í rugli þar sem borgarfulltrúinn fer yfir málið og hversu illa borgaryfirvöld stóðu sig.

Í greininni segir Kjartan að skipulag og verklag snjóruðnings í höfuðborginni sé með öllu óviðunandi og að það sé merkilegt í ljósi þess að verið var að glíma við sömu vandræði síðasta vetur en ekkert hafi batnað.

Þá hafi aðstæðurnar ekki átt að koma neinum á óvart enda hafi verið legið fyrir að spáð væri mikilli snjókomu en þrátt fyrr það hafi ekki verið brugðist við.

„Afleiðingin varð sú að neyðarástand skapaðist í mörgum hverfum borgarinnar á laugardag. Húsagötur voru ekki ruddar og margir borgarbúar komust hvorki til né frá heimilum sínum. Ljóst er að ófremdarástand skapaðist þar sem allt of fá snjóruðningstæki voru að störfum í hverfum borgarinnar í kjölfar hinnar miklu
snjókomu,“ skrifar Kjartan.

Hann segir ljóst að Reykjavíkurborg hefði þurft að kalla út miklu fleiri aukaverktaka í snjóruðning, til aðstoðar við fasta verktaka.

Mun betur staðið að málum í nágrannarsveitarfélögum

„Með myndarlegri hjálp einkaaðila hefði þannig verið hægt að stórauka afköstin og vinna á snjónum meðan hann var enn nýfallinn. Gullna reglan við snjóhreinsun felst nefnilega í því að setja sem mestan kraft í verkið á meðan snjór er nýfallinn, ótroðinn og meðfærilegur. Eftir því sem lengri tími líður frá snjókomu verður erfiðara að eiga við hjarnið. Sé snjó leyft að safnast upp í húsagötum þjappast hann og frýs og verður verri viðureignar. Harðir klakahryggir myndast þá gjarnan á milli djúpra hjólfara, sem valda ófærð og tjóni á undirvögnum bíla, ekki síst smábifreiða og rafbíla. Þetta hefur gerst í fjölmörgum húsagötum borgarinnar undanfarna daga vegna of seinna viðbragða,“ skrifar Kjartan.

Hann fullyrðir að mun betur hafi verið staðið að snjóruðningi í  nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. „Sem dæmi má nefna að 15 snjóruðningstæki voru að störfum í Hafnarfirði á laugardag en 22 tæki í Reykjavík. Reykjavíkurborg er þó meira en fjórfalt fjölmennari en Hafnarfjörður. Skilst mér að í Hafnarfirði og Kópavogi hafi snjóruðningstæki náð að fara í velflestar húsagötur á laugardag á meðan húsagötur í Reykjavík fengu
enga slíka þjónustu,“ skrifar borgarfulltrúinn.

Kjartan snýr sér síðan að Degi borgarstjóra og segir að það veki furðu að enn og aftur hafi myndarleg sjókoma í nyrstu höfuðborg heims komið honum á óvart.

Fór í felur vikum saman

„Brá hann ekki þeim vana sínum að fara í felur þegar svara þarf fyrir klúður en þess í stað var formaður umhverfis- og skipulagsráðs sendur í sjónvarpið. Helsta
framlag hans í sjónvarpsviðtalinu var að upplýsa þá borgarbúa, sem enn biðu óþreyjufullir eftir að húsagötur þeirra yrðu ruddar, um að verið væri að skoða málið í stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá borginni! Verður spennandi að sjá hvaða starfshópar, spretthópar og spunahópar fá niðurstöður stýrihópsins til meðferðar,“ skrifar Kjartan hæðinn.

Hann hrósar þó Einari Þorsteinssyni, formanni borgarráðs, fyrir að hafa viðurkennt vandann af hreinskilni þegar Kjartan tók málið upp á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Einar hafi sýnt mikinn vilja til úrbóta.

„Er það mikil breyting til batnaðar frá síðasta vetri þegar borgarstjóri fór í felur vikum saman til að þurfa ekki að svara fyrir frammistöðuleysi og slakt skipulag í
málaflokknum,“ skrifar Kjartan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”