fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Fjórðungur með húsnæðislán á breytilegum vöxtum

Eyjan
Fimmtudaginn 22. desember 2022 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls eru 26,9 prósent íbúðalána hérlendis með breytilega óverðtryggða vexti. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem rætt er við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, sem segir að fjöldinn sé stærri en talað hefur verið um. Hún óskaði eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um stöðu mála og bárust svör á dögunum.

Það þýðir að þessi hluti íbúðaeiganda er að taka á sig vaxtahækkanir Seðlabankans að fullum þunga en á síðasta vaxtaákvörðunardegi ársins hækkaði bankinn stýrivexti um 0,25%. Það þýðir að stýrivextir hafa nú samtals hækkað um 5,25 prósentur frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí 2021.

Þá eru að  auki eru ríflega 4.000 heimili með íbúðalán á föstum vöxtum sem koma til endurskoðunar árið 2024.

Í samtali við Fréttablaðið segir Þorbjörg Sigríður að tölurnar séu athyglisverðar í ljósi svara sem hún fékk á dögunum um að 250 íslensk fyrirtæki geri upp í erlendri mynt. „Maður fær þá tilfinningu að það séu tvær þjóðir í þessu landi. Það sé almenningurinn sem taki á sig þessar vaxtahækkanir og þá erfiðleika sem á okkur dynja en að hluti atvinnulífsins geti valið sér leið fram hjá krónuhagkerfinu og þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Þorbjörg.

Að hennar mati þarf að kanna betur hvort að flestir þeirra sem séu með hina óverðtryggðu og breytilegu vexti séu þeir sem voru að kaupa sér sína fyrstu eign.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti