fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Þetta er tilboð Eflingar til SA

Eyjan
Miðvikudaginn 21. desember 2022 16:54

Samninganefnd Eflingar að loknum fundi þann 14. nóvember

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Eflingar hefur gert Samtökum atvinnulífsins (SA) tilboð um endurnýjun kjarasamninga, en einróma var samþykkt að leggja tilboðið fram á fjölsóttum fundi samninganefndar í gær.

Í tilboðinu fellst að hagvaxtarauki sem bætast átti ofan á laun í apríl falli niður en aðrar launaliðshækkanir komi í staðinn, en hækkanir á töxtum yrðu á bilinu 57.500- 65.558 kr. að meðtalinni flatri 15 þúsund króna framfærsluuppbót.

Meginforsendur tilboðsins eru að lægstu taxtalaun hækki nægilega til að ná til baka kaupmáttarrýrnun síðan í apríl á þessu ári og að tryggja kaupmátt taxtalauna fram að lokum samningstíma.

Í tilkynningu segir jafnframt:

„Þá er horft til þess að samningur sé raunverulegt framhald Lífskjarasamningsins í þeim skilningi að hækkanir lægstu launa og taxtalauna séu ekki miklu lægri en hækkanir þeirra sem ofar eru á launastiganum. Jafnframt miðar samningurinn að því að hlutdeild launa í hagvexti og góðri afkomu fyrirtækja sé tryggð.

Þá er það ein lykilforsenda tilboðsins að tekið sé tillit til hás húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda 45% hærri legukostnaðar en á landsbyggðinni, sem og að horft sé til samsetningar félagsmannahóps Eflingar, þar sem meðalstarfsaldur hjá sama fyrirtæki er annar og skipting atvinnugreina er önnur en á landsbyggðinni.“

Í tilkynningu segir að með þessu tilboði hafi samninganefnd vikið frá fyrra tilboði og kröfugerð og komi til móts við sjónarmið SA. Tilboðið sé lagt fram í góðri trú um að sátt geti náðst hratt og örugglega svo undirrita megi kjarasamning fyrir jól.

Lagt er til að samningurinn gildi til loka janúar 2024.

Tilboðið í heild sinni:

Efling leggur fram tilboð til Samtaka atvinnulífsins um kjarasamning til 15 mánaða. Tilboðið tekur til aðalkjarasamnings og samnings um störf á hótelum og veitingahúsum.

Samningsforsendur eru eftirfarandi:

  • Lægstu taxtalaun séu hækkuð nægjanlega til að ná til baka kaupmáttarrýrnun frá síðustu launahækkun sem var í apríl 2022 og til að tryggja kaupmátt taxtalauna miðað við vænta verðbólgu á samningstíma.
  • Samningur sé raunverulegt framhald Lífskjarasamningsins í þeim skilningi að hækkanir lægstu launa og taxtalauna séu ekki miklu lægri en hækkanir þeirra sem ofar eru í launastiganum.
  • Hlutdeild launa í hagvexti og góðri afkomu fyrirtækja sé tryggð. • Tekið sé tillit til óvenju hás húsnæðiskostnaðar á Höfuðborgarsvæðinu, til að mynda 45% hærri leigukostnaðar en á landsbyggðinni.
  • Tekið sé tillit til samsetningar félagsmannahóps Eflingar, þar sem meðalstarfsaldur hjá sama fyrirtæki er allt annar og skipting milli atvinnugreina önnur en á landsbyggðinni.

Atriði tilboðsins eru eftirfarandi:

  • Hagvaxtarauki sem bætast átti ofan á laun frá og með apríl 2023 fellur niður en í staðinn koma hækkanir á öðrum launaliðum.
  • Samningur tekur gildi 1. nóvember og greiðast afturvirkar hækkanir með næstu útborgun launa. Samningur gildir til loka janúar 2024, eða í samtals 15 mánuði. • Lægsti taxti (lfl. 4, byrjendalaun) hækkar um 42.500 kr. og aðrir launaflokkar taka hækkunum í launatöflu m.v. þann taxta þar sem staðlað bil milli launaflokka verður 0,58%.
  • Hækkanir vegna starfsaldurs miðað við næsta starfsaldursþrep á undan verða 0,5% vegna 1 árs í starfsgrein, 0,75% vegna 3ja ára í starfsgrein og 1% vegna 5 ára hjá sama fyrirtæki. Samanlögð hækkun vegna starfsaldurs miðað við byrjendalaun getur því hæst orðið 2,266%.
  • Laun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum hækka um 42.500 kr. • Ofan á öll laun leggst að auki 15.000 kr. flöt framfærsluuppbót. Viðhengd eru skjöl með nýrri launatöflu sem þannig verður til.
  • Orðalag í grein 13.2 í aðalkjarasamningi lagað þannig að réttur trúnaðarmanna til starfa í samninganefnd án launataps sé tryggður.
  • Desemberuppbót, orlofofsuppbót og bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka með sama hætti og í samningi SA við SGS undirritaður 3. desember sl.

Skýringar og athugasemdir:

  • Lægsta krónutöluhækkun launatöflu miðað við fyrri töflu er 57.500 kr. (byrjendalaun í lfl. 4) en hæsta hækkun í virkum launaflokki er 65.558 kr. (5 ára laun í lfl. 17).
  • Hlutfallslegar hækkanir taxta m.v. fyrri töflu eru á bilinu 15.56%-16,57%.
  • Vægi starfsaldurs er aukið frá því sem var í fyrri launatöflu en þó ekki eins mikið og samningi SA við SGS.

Með tilboði þessu víkur samninganefnd Eflingar frá fyrra tilboði og kröfugerð, og nálgast verulega sjónarmið Samtaka atvinnulífsins. Tilboðið er lagt fram í góðri trú um að sátt geti náðst hratt og örugglega, þannig að undirrita megi kjarasamning fyrir jól.

Tilboð þetta verður kynnt nánar á samningafundi með SA undir stjórn Ríkissáttasemjara klukkan 9:00 þann 22. desember. Tilboðið gildir til loka dags þann dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið