fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Lilja fagnar því að Iceland sé Íslands

Eyjan
Miðvikudaginn 21. desember 2022 13:43

Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fagnar niðurstöðu áfrýjunarnefndar Hugverkastofu Evrópusambandsins sem hefur vísað frá áfrýjun verslunarkeðjunnar Iceland Foods í deilu keðjunnar við íslensk stjórnvöld.

Málið varðar vörumerkjaskráningu á orðinu Iceland sem verslunarkeðjan fékk skráða. Áður hafði Hugverkastofa Evrópusambandsins fellt skráninguna úr gildi en verslunarkeðjan áfrýjaði þeirri niðurstöðu með áðurgreindum málalokum.

Enn getur verslunarrisinn áfrýjað niðurstöðunni til Evrópudómstólsins sem tæki þá lokaákvörðun.

Þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir var utanríkisráðherra árið 2016 tók hún ákvörðun um að hefja þennan málarekstur vegna notkunar fyrirtækisins á nafninu Iceland og ákvað hún að sækja málið að hörku. Hún fagnar því niðurstöðunni á Facebook í dag.

Iceland er Íslands! Mér þótti það fjarstæðukennt á sínum tíma að einhver verslunarkeðja út í heimi tæki heiti landsins sem sitt eigið í viðskiptum og reyndi að þrengja að íslenskum fyrirtækjum sem vildu nota nafn landsins sér til framdrátttar

Það var því rökrétt og eðlileg ákvörðun sem ég tók sem utanríkisráðherra árið 2016 um að hefja málarekstur á hendur Iceland Foods vegna notkunar fyrirtækisins á nafninu Iceland – og sækja það hart. 

Slík notkun samræmdist að mínum dómi á engan hátt íslenskum hagsmunum. 

Nýverið vísað fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins frá áfrýjun Iceland Foods í málinu. Skráning verslunarkeðjunnar á vörumerkinu er því ógild. 

Iceland er því Íslands.“ 

Eftir að Iceland Foods skráðu vörumerkið gat verslunarkeðjan mótmælt notkun íslenskra fyrirtækja á orðinu Iceland við markaðssetningu á vörum. Meðal annars andmælti fyrirtækið skráningu Íslandsstofu á Inspired by Iceland.

Árið 2019 þegar Hugverkastofa Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vörumerkjaskráningin væri ógild í heild sinni sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra:

„Ég fagna þessari niðurstöðu þótt hún komi mér ekki alls kostar á óvart enda gengur það gegn almennri skynsemi að erlent fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis eins og þarna hefur verið gert. Hér er um að ræða áfangasigur í afar þýðingarmiklu máli fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki. Landið okkar er þekkt fyrir hreinleika og sjálfbærni og því verðmæti fólgin í vísun til uppruna íslenskra vara.“

Þá þótti Hugverkastofu að með fullnægjandi hætti hefðu verið færðar sönnur á það að neytendur í Evrópu viti að Iceland sé land í Evrópu og tengi merkið því við Ísland fyrir allar vörur og þjónustu sem falli undir skráninguna og séu líklegri til að gera slíkt í framtíðinni.

Iceland Food eigi áfram orð- og myndmerki sitt, eða lógó, og geti haldið áfram að stunda viðskipti undir nafninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu