fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Stofnandi Viðreisnar harðorður – „Aulahátturinn í stjórn borgarinnar gengur fram af mér“

Eyjan
Þriðjudaginn 20. desember 2022 13:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi formaður flokksins, segist hafa gefið félögum sínum ráð, er þau komust til valda í borgarstjórn, en þeim ráðum hafi í engu verið fylgt:

„Þegar félagar mínir í Viðreisn komust að í meirihluta ráðlagði ég þeim tvennt: Annars vegar að fá óháða úttekt á rekstri og stöðu borgarinnar og hins vegar hugsa um smáu atriðin sem snúa að einstaklingunum, t.d. snjómokstur, sorphirðu og að safna jólatrjám eftir hátíðarnar. Ekkert af þessu hefur verið gert. Engu hefur breytt að Framsókn bættist við með fjóra fulltrúa.

Ég hef auðvitað líka samviskubit yfir því að ég ber hluta af ábyrgðinni með mínu atkvæði, en sá reyndar engan betri kost.“

Benedikt birtir pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann gagnrýnir borgina harðlega fyrir framgöngu í snjómokstursmálum undanfarið. Hann sakar borgarstjórn um aulaskap í þessum málaflokki. Segist hann ekki vera vanur að velta mikið vöngum yfir því hvort stjórnmálamenn séu að standa sig vel eða illa en nú misbjóði honum:

„En núna verð ég að segja að aulahátturinn í stjórn borgarinnar gengur fram af mér þegar ég ösla snjóinn eða ek fjölfarnar götur þar sem vegheflar hafa greinilega ekki komið og hryggurinn í miðju strýkur undirvagninn á bílum.

Látum vera að þetta hafi ekki verið gert strax á laugardagsmorgun, en nú eru sunnudagur og mánudagur liðnir og ekkert gerist. Í minni götu, Selvogsgrunninum, hefur snjórinn þjappast þannig að hann er sífellt erfiðari og verður svo að svelli þegar hlánar.“

Pistilinn má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður