fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Ragnar hjólar í Ölmu leigufélag – „Eigið þið ekki nóg? Var rúmlega 12 milljarða hagnaður í fyrra ekki nóg?“

Eyjan
Fimmtudaginn 15. desember 2022 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi verið með ólíkindum að hlusta á Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann Ölmu leigufélags, réttlæta hækkanir á leigu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

„Þar talar hann eins og fórnarlamb um að félagið ætli að takmarka hækkanir á 12 mánaða verðtryggðum skammtímasamningum félagsins við 49 þúsund við hverja endurnýjun. Athugið!! Við hverja endurnýjun!!,“ skrifar Ragnar á Facebook.

Neyða leigjendur til að búa við óvissu

Ragnar segir að Gunnar hafi sagt að félagið ætlaði að verða að betra fólki og hafi ákveðið að veita fólki aukið svigrúm til að leita á önnur mið.

„Sem þýðir að við ætlum að henda fólki á götuna sé það ekki tilbúið, eða hafi getu, til að borga en vera aðeins meira næs á meðan á því stendur.“

Ragnar segir að Alma hafi stundað það að keyra upp húsaleigu langt umfram verðlagshækkanir allt frá því að nýir eigendur tóku við félaginu. Félagið stundi það einnig að bjóða langtímasamninga á mun hærra verði en skammtímasamninga. Þetta sé gert svo viðskiptavinir séu neyddir til að búa við þá óvissu sem fellst í skammtímasamningum.

„Þetta er að öllum líkindum gert til að félagið geti haldið áfram að keyra upp leiguverð á 12 mánaða fresti og keyra þannig upp markaðsleigu sem þeir miða svo við í næstu endurnýjun.“

Nei þetta er ekki bara markaðurinn herra stjórnarformaður Ölmu

Ragnar segir að það sé hrikaleg staða að búa við þessa óvissu og vera nauðbeygður til að þurfa að flyta milli hverfa eða sveitarfélaga með börn á grunnskólaáhrif. Slíkt geti haft hrikaleg langtíma áhrif.

„Að lifa í stöðugum ótta við að lenda á götunni eftir næstu hækkun eða þurfa að velja á milli þess að borga leiguna eða frístundir barna, eða mat eða aðrar nauðsynjar.

Já en þetta er bara markaðurinn??“

Nei þetta er ekki bara markaðurinn herra stjórnarformaður Ölmu!! Ef ég hef ekki efni á að kaupa kjúklinginn þinn eða svínakjötið þitt þá skipti ég yfir í hafragraut og núðlur eins og margir viðskiptavinir Ölmu gera nú þegar. Þegar þú keyrir upp leiguna, og markaðsverðið eftir því, þá lendir fólk á endanum á götunni. Það er ekki það sama og að borða hafragraut í öll mál eftir miðjan mánuðinn.“

Ríkidæmi tilkomið vegna þeirra sem Alma níðist á

Ragnar beinir áfram orðum sínum til Ölmu leigufélags og segir að það sé ábyrgðarhluti að eiga leigufélag og þeir sem eigi peninga hafi með þeim mikil völd og beri samfélagslega ábyrgð.

„Þið eruð í forréttindastöðu í okkar samfélagi. Forréttindastöðu að vera meðal ríkustu þegna þjóðarinnar. Ríkidæmi ykkar er tilkomið vegna þeirra sem þið níðist á. Neytendum!!“

Ragnar segir það rangt sem Alma hefur haldið fram, að leiga konu á sjötugsaldri sem hækkaði um 30 prósent, sé einsdæmi.

„Ég hef fengið fjölda dæma sem hrekja þá fullyrðingu ykkar að eitt tiltekið mál sé eitthvað einsdæmi í ykkar bókum og vil því gera úrslita tilraun um að biðla til ykkar að láta af þessari háttsemi og draga þessar hækkanir til baka og bjóða ykkar viðskiptavinum langtímasamninga. Önnur leigufélög sem starfa á markaðsforsendum virðast geta þetta en af hverju ekki þið?

Eigið þið ekki nóg? Var rúmlega 12 milljarða hagnaður í fyrra ekki nóg? Gerir þú þér grein fyrir því herra stjórnarformaður að hagnaður Ölmu í fyrra jafngildir ævitekjum um 70 láglaunastarfa?“

Ragnar segir að enn sé tími til að breyta um stefnu. Félagið muni áfram hagnast en Ragnar biður það um að sýna samfélaginu virðingu og sýna þeim, viðskiptavinum félagsins, sem skapi hagnaðinn, virðingu líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK