fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

SMS varpa ljósi á vilja Repúblikana eftir kosningaósigurinn 2020

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 18:30

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu áður en Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á síðasta hvatti að minnsta kosti einn þingmaður Repúblikana þáverandi forseta, Donald Trump, til að setja herlög til að tryggja að Trump gæti setið áfram í Hvíta húsinu.

Þetta átti að vera mótleikur Trump og stuðningsfólks hans við því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump hefur haldið fram að hafi átt sér stað í forsetakosningunum. Rétt er að hafa í huga að engar sannanir hafa verið færðar fyrir þessum staðhæfingum Trump og dómstólar hafa vísað málum af þessu tagi frá. Engu að síður hefur Trump haldið áfram að halda þessum lygum fram og það sama á við um margt stuðningsfólk hans.

Eftir því sem Talking Points Memo (TPM) segir þá varpa SMS, sem Mark Meadows starfsmannastjóri Trump, sendi og fékk ljósi á málið. Skilaboðin voru send eftir forsetakosningarnar í nóvember 2020 og fram að valdatöku Biden þann 20. janúar 2021.

Meðal skilaboðanna voru ein frá Ralph Norman, þingmanni Suður-Karólínu, sem sendi skilaboð til Meadows þann 17. janúar. Í þeim sagði hann að í ljósi þess sem hefði gerst væri enginn annar kostur í stöðunni en að lýsa yfir herlögum. „VILTU VINSAMLEGA HVETJA FORSETANN TIL AÐ GERA ÞAÐ!!“ skrifaði hann.

Norman vildi ekki tjá sig um málið við TPM.

Skilaboðin frá honum eru meðal 2.219 smáskilaboða sem Meadows varð að afhenda rannsóknarnefnd fulltrúadeildarinnar en hún rannsakar árás stuðningsfólks Trump á þinghúsið í Washington D.C. í janúar á síðasta ári.

TPM segir að meðal skilaboðanna séu að minnsta kosti 364 frá 34 þingmönnum Repúblikana sem kvarta undan kosningasvindli, sem þeir telja að hafi átt sér stað, og tillögur um hvernig sé hægt að ógilda niðurstöðurnar.

Marjorie Taylor Greene, þingkona frá Georgíu, sendi Meadows skilaboð þann 17. janúar þar sem hún benti á möguleikann á að lýsa yfir herlögum en lagði hugmyndina í munn ónafngreindra þingmanna Repúblikana. Hún sagði að þeir hefðu nefnt þennan möguleika í einkaspjallhópi þingmanna Repúblikana. „Ég veit ekkert um svona lagað. Ég vil bara að þú segir þetta við hann (Trump). Þeir stálu kosningunum. Allir vita það,“ skrifaði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur