Trump hefur sakað nefndina um að vera rekna áfram af pólitískri heift í hans garð.
Talsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti í gær að ráðuneytið hafi afhent nefndinni skattframtölin en þau eru frá tímabilinu 2015 til 2020.
Nefndin mun nota skattframtölin til að komast að hvort skattyfirvöld hafi sinnt starfi sínu og farið nægilega vel yfir framtöl Trump. Hún mun einnig skoða hvort þörf sé á nýrri löggjöf á þessu sviði.
Nefndarmenn hafa þó ekki langan tíma til að skoða framtöl Trump því í janúar taka Repúblikanar við meirihluta í fulltrúadeildinni og reikna flestir með að þeir muni leggja þessa nefnd niður.
Trump er fyrsti forsetinn í 40 ár sem hefur neitað að opinbera upplýsingar um skattamál sín. Forseti er ekki skyldugur til að gera það samkvæmt lögum en sú venja hefur myndast að forsetar geri þetta.
Þessi afstaða Trump hefur vakið upp spurningar um hvort hagsmunaárekstrar hafi átt sér stað á þeim tíma sem hann gegndi embætti forseta.