fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Loksins gerðist það – Áralöng barátta Trump er endanlega töpuð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 07:00

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú fengið skattframtöl Donald Trump, fyrrum forseta, afhent. Hann vildi ekki að nefndin fengi skattframtölin og barðist gegn því með kjafti og klóm árum saman. Nýlega fór málið fyrir hæstarétt sem úrskurðaði að nefndin skyldi fá skattframtölin.

Trump hefur sakað nefndina um að vera rekna áfram af pólitískri heift í hans garð.

Talsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti í gær að ráðuneytið hafi afhent nefndinni skattframtölin en þau eru frá tímabilinu 2015 til 2020.

Nefndin mun nota skattframtölin til að komast að hvort skattyfirvöld hafi sinnt starfi sínu og farið nægilega vel yfir framtöl Trump. Hún mun einnig skoða hvort þörf sé á nýrri löggjöf á þessu sviði.

Nefndarmenn hafa þó ekki langan tíma til að skoða framtöl Trump því í janúar taka Repúblikanar við meirihluta í fulltrúadeildinni og reikna flestir með að þeir muni leggja þessa nefnd niður.

Trump er fyrsti forsetinn í 40 ár sem hefur neitað að opinbera upplýsingar um skattamál sín. Forseti er ekki skyldugur til að gera það samkvæmt lögum en sú venja hefur myndast að forsetar geri þetta.

Þessi afstaða Trump hefur vakið upp spurningar um hvort hagsmunaárekstrar hafi átt sér stað á þeim tíma sem hann gegndi embætti forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni