Enginn frambjóðandi fékk yfir 50% atkvæða í kosningunum í nóvember og því þurfti að kjósa aftur samkvæmt kosningalögum ríkisins.
Stóru bandarísku fjölmiðlarnir, sem fylgjast með talningunni, segja að Warnock hafi sigrað en talning stendur enn yfir.
Sigur hans þýðir að meirihluti Demókrata í öldungadeildinni styrkist því nú hafa þeir 51 þingmann en Repúblikanar 49. Ef Herschel hefði sigrað hefði hvor flokkur verið með 50 þingmenn en Demókratar hefðu þá í raun verið með meirihluta þar sem atkvæði varaforsetans ræður úrslitum ef atkvæði falla 50-50.