María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur sagt upp störfum. Stundin greindi fyrst frá en í umfjöllun miðilsins kemur fram að í bréfi sem María sendi til samstarfsmanna sinni hafi komið fram að hún vilji ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun. María hefur áður vakið máls á því að hagræðingakrafa stjórnvalda muni skila sér í skertri þjónustu við almenning.
Fjárveitingar til Sjúkratrygginga Íslands hafi lækkað frá árinu 2018 miðað við ef reiknað er út frá föstu verðlagi.
Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að uppsögn Maríu hafi verið rædd á stjórnarfundi stofnunarinnar á fimmtudag en þar upplýsti María stjórnina um að hún hefði sent heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, uppsagnarbréf degi fyrr.
Í morgun tilkynnti María svo starfsmönnum stofnunnarinnar um yfirvofandi brotthvarf sitt og kvaðst hún þakklát fyrir þau fjögur ár sem hún sat í forstjórastólnum.