Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að Guðlaugur boði uppbyggingu vatnsaflsvirkjana og að framkvæmdir við Hvammsvirkjun, í neðri hluta ÞJórsár, hefjist á næsta ári.
Einnig hafi ÍSOR verið falið að kortleggja jarðhitasvæði og Orkuveita Reykjavíkur sé í startholunum hvað varðar uppbyggingu.
Hvað varðar áhuga erlendra aðila á orku Íslendinga sagði Guðlaugur að Íslendingum veiti ekki af allri sinni orku í fyrirsjáanlegri framtíð vegna orkuskiptanna. Hugmyndir flestra þessara aðila um sæstreng séu óraunhæfar og segist hann hafa lagt áherslu á að fólk hætti að velta þeim fyrir sér.