Þessar afhjúpanir eru nú farnar að mynda bresti í þá mynd sem Trump hefur reynt að skapa af sjálfum sér. Sjálfsmynd sem kaupsýslumaður sem hefur náð góðum árangri. En nú liggur fyrir að hann er kaupsýslumaður sem tapaði milljörðum á skömmum tíma.
ABC skýrir frá þessu. Segir miðillinn að fyrir rétti hafi endurskoðandinn sagt að 2009 til 2010 hafi tap Donald Trump á viðskiptum verið tæplega 900 milljónir dollara en það svarar til tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Hann sagði þetta koma fram í þeim bókhalds- og skattagögnum sem Trump hefur árum saman reynt að halda leyndum.
Bendner sagði að tap hafi verið af rekstri fyrirtækjasamsteypu Trump á hverju ári frá 2009 til 2018.
Þessar afhjúpanir gleðja eflaust marga þeirra sem hafa árum saman sagt að sú mynd, sem Trump hefur dregið upp af sjálfum sér, sé ekki rétt. Þeir hafa haldið því fram að Trump hafi ekki náð góðum árangri sem kaupsýslumaður.
Tölurnar, sem komu fram fyrir dómi, eru næstum því samhljóma þeim tölum sem New York Times skýrði frá fyrir nokkrum árum. Miðillinn komst þá yfir hluta af skattframtölum Trump.