fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Þröng fjárhagsstaða sveitarfélaga – Leita leiða til að hagræða í rekstri sínum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 10:00

Heiða Björg Hilmisdóttir, er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helmingur sveitarfélaga landsins er í þröngri fjárhagslegri stöðu og þurfa að leita leiða til að hagræða í rekstri. Hægt er að grípa til niðurskurðar eða taka upp nýja nálgun á lögbundin viðfangsefni að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Heiðu að vandamálin séu misjöfn á milli sveitarfélaga en séu einna verst hjá þeim sem miklar þjónustuskyldur hvíla á. Hún sagði að einnig hafi verðbólga og háir vextir mikil áhrif.

„Málefni fatlaðs fólks sem sveitarfélögin sjá um eru vanfjármögnuð. Á þessu ári vantar þar um 13 milljarða kr. og því er herjað á ríkið að leiðrétta stöðuna, meðal annars í gegnum fjáraukalög. Þjónusta við þennan hóp fólk er lögbundið verkefni sveitarfélaganna og því þurfa að fylgja þær fjárveitingar sem vera ber. Hamrað hefur verið á þessu í samtölum við ráðherra,“ er haft eftir Heiðu.

Hún sagði að þau sveitarfélög, þar sem íbúum hefur fjölgað hratt að undanförnu, standi einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Innviðauppbygging sé kostnaðarsöm. Hún sagði að ætla megi að um helmingur hinna 64 sveitarfélaga landsins sé í þröngri fjárhagslegri stöðu.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?